Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 10:43 Árásin sem málið varðar átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm Mál þar sem litáískur maður lést eftir að hafa hlotið eitt lófahögg á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra var óvenjulegt að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi í málinu. Greint var frá því í vikunni að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefði hlotið tveggja ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára í málinu, fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. „Málið er um margt óvenjulegt þar sem ákærði veitti brotaþola eitt lófahögg með þeim hörmulegu afleiðingum að brotaþoli lét lífið,“ segir í dómnum, sem hefur nú verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar kemur fram að sakborningurinn hafi játað sök, og þótti játning hans og önnur gögn málsins sanna að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Þá segir að málið hafi verið honum þungbært, en hann hafi glímt við einkenni alvarlegs kvíða, þynglyndis og áfallastreitu í kjölfarið. Dómurinn sagðist þó ekki líta fram hjá því hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af brotinu. Ekki er talið að framkoma hins látna hafi gefið tilefni til árásarinnar. Fram kemur að samkvæmt myndefni úr öryggismyndavél hafi árásin verið fyrirvaralaus. Einnig leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki haft ásetning til að vinna hinum látna slíkt tjón sem í raun varð, en afleiðingarnar urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Það var metið honum til gáleysis. Manninum var einnig gert að greiða móður hins látna um 2,9 milljónir í skaða- og miskabætur. Í dómnum segir að ekki þurfi að velkjast í vafa um að andleg þjáning móður sé mikil við að missa barn sitt. Látinn eftir líkamsárás á LÚX Dómsmál Reykjavík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefði hlotið tveggja ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára í málinu, fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. „Málið er um margt óvenjulegt þar sem ákærði veitti brotaþola eitt lófahögg með þeim hörmulegu afleiðingum að brotaþoli lét lífið,“ segir í dómnum, sem hefur nú verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar kemur fram að sakborningurinn hafi játað sök, og þótti játning hans og önnur gögn málsins sanna að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Þá segir að málið hafi verið honum þungbært, en hann hafi glímt við einkenni alvarlegs kvíða, þynglyndis og áfallastreitu í kjölfarið. Dómurinn sagðist þó ekki líta fram hjá því hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af brotinu. Ekki er talið að framkoma hins látna hafi gefið tilefni til árásarinnar. Fram kemur að samkvæmt myndefni úr öryggismyndavél hafi árásin verið fyrirvaralaus. Einnig leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki haft ásetning til að vinna hinum látna slíkt tjón sem í raun varð, en afleiðingarnar urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Það var metið honum til gáleysis. Manninum var einnig gert að greiða móður hins látna um 2,9 milljónir í skaða- og miskabætur. Í dómnum segir að ekki þurfi að velkjast í vafa um að andleg þjáning móður sé mikil við að missa barn sitt.
Látinn eftir líkamsárás á LÚX Dómsmál Reykjavík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira