Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 18:28 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Egill Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. Hafrannsóknarstofnun tilkynnti í gær að mælingar bentu til þess að engin loðnukvóti yrði gefinn út veturinn 2024/2025. Rannsóknarskip stofnunarinnar hafa verið við mælingar síðustu rúmu vikuna og eru þær langt komnar. Loðnuvinnslur má finna í níu bæjum á landinu. Einn þriðji kvótans er í eigu fyrirtækja í Vestmannaeyjum og segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, það mikið áfall ef engin loðna verður veidd þennan veturinn. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið hjá okkur hér, enda er einn þriðji loðnukvótans hjá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. En þetta hefur líka mikil áhrif á þjóðarbúið í heild, og bara ekki góð tíðindi,“ segir Íris. Loðnuveiðar eru mikilvægar fyrir íbúa Vestmannaeyja.Vísir/Egill Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir alla þjóðina, ekki bara sveitarfélögin með loðnuvinnslur. „Ég bara vil trúa því að þetta sé ekki lokaniðurstaðan. Maður er ekki bjartsýnn eftir þessar fréttir en loðnan er mjög brellin og hún á það til að skjóta upp kollinum þegar síst varir. Þannig ég vil halda í vonina um að við getum fengið einhverja vertíð á verðmætasta tímanum, þegar hrognin eru í henni,“ segir Íris. Ekkert grípi sveitarfélögin sem lenda í brestinum. „Við missum af þessum tekjum og fólk í landi og sjómennirnir missa af því að fara að veiða loðnu, vinna loðnu og vinna hrognin. Það kemur ekkert í staðinn,“ segir Íris. „Það verður að tryggja það að Hafró sé gefinn kostur á að fara aftur í leit, því þetta eru svo mikil verðmæti sem eru undir. Leitin er bara dropi í hafið ef það finnst loðna.“ Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun tilkynnti í gær að mælingar bentu til þess að engin loðnukvóti yrði gefinn út veturinn 2024/2025. Rannsóknarskip stofnunarinnar hafa verið við mælingar síðustu rúmu vikuna og eru þær langt komnar. Loðnuvinnslur má finna í níu bæjum á landinu. Einn þriðji kvótans er í eigu fyrirtækja í Vestmannaeyjum og segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, það mikið áfall ef engin loðna verður veidd þennan veturinn. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið hjá okkur hér, enda er einn þriðji loðnukvótans hjá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. En þetta hefur líka mikil áhrif á þjóðarbúið í heild, og bara ekki góð tíðindi,“ segir Íris. Loðnuveiðar eru mikilvægar fyrir íbúa Vestmannaeyja.Vísir/Egill Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir alla þjóðina, ekki bara sveitarfélögin með loðnuvinnslur. „Ég bara vil trúa því að þetta sé ekki lokaniðurstaðan. Maður er ekki bjartsýnn eftir þessar fréttir en loðnan er mjög brellin og hún á það til að skjóta upp kollinum þegar síst varir. Þannig ég vil halda í vonina um að við getum fengið einhverja vertíð á verðmætasta tímanum, þegar hrognin eru í henni,“ segir Íris. Ekkert grípi sveitarfélögin sem lenda í brestinum. „Við missum af þessum tekjum og fólk í landi og sjómennirnir missa af því að fara að veiða loðnu, vinna loðnu og vinna hrognin. Það kemur ekkert í staðinn,“ segir Íris. „Það verður að tryggja það að Hafró sé gefinn kostur á að fara aftur í leit, því þetta eru svo mikil verðmæti sem eru undir. Leitin er bara dropi í hafið ef það finnst loðna.“
Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent