Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 13:35 Tijjani Reijnders fagnar jöfnunarmarki sínu í uppbótartíma en þá var enn tími fyrir AC Milan til að skora sigurmark. Getty Stuðningsmenn ítalska stórveldisins AC Milan eru hundóánægðir með bandaríska eigandann Gerry Cardinale og beittu nýrri aðferð til að láta óánægju sína í ljós í dag, í heimaleik gegn Parma. Þeir ættu hins vegar að geta glaðst yfir úrslitum leiksins. Heitustu stuðningsmenn Milan, eða Milan ultras, ákváðu að steinþegja á leiknum í dag til að mótmæla eignarhaldi Cardinale. Þess vegna heyrðist aðeins ómurinn af stuðningssöngvum þeirra sem fylgt höfðu Parma á leikinn, í frekar undarlegu andrúmslofti á San Siro samkvæmt ítölskum miðlum. Hvort þessi hegðun stuðningsmanna hafði einhver áhrif á leikinn er óvíst en honum lauk með hádramatískum 3-2 sigri Milan. Parma komst yfir í tvígang, með mörkum frá Matteo Cancellieri og Enrico Delprato. Christian Pulisic, landi eigandans Cardinale, jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu á 38. mínútu en Parma komst í 2-1 þegar tíu mínútur voru eftir. Tvö mörk frá Milan í uppbótartíma Stuðningsmenn Milan klöppuðu þá í kaldhæðni fyrir eigendum félagsins en enn átti nóg eftir að gerast. Strahinja Pavlovic virtist hafa jafnað metin á 88. mínútu, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Í staðinn náði Tijjani Reijnders að jafna eftir stungusendingu í uppbótartíma, og enn var tími til stefnu fyrir sigurmark. Parma sendi marga menn fram og var nálægt því að skora en í staðinn brunuðu heimamenn fram í skyndisókn og Samuel Chukwueze náði að koma boltanum í netið og tryggja Milan 3-2 sigur, fyrir framan Kyle Walker sem var áhorfandi á leiknum í dag eftir komuna frá Manchester City. Eftir sigurinn er Milan með 34 stig í 6. sæti deildarinnar en Parma er í 16. sæti með 20 stig. Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. 25. janúar 2025 11:47 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Heitustu stuðningsmenn Milan, eða Milan ultras, ákváðu að steinþegja á leiknum í dag til að mótmæla eignarhaldi Cardinale. Þess vegna heyrðist aðeins ómurinn af stuðningssöngvum þeirra sem fylgt höfðu Parma á leikinn, í frekar undarlegu andrúmslofti á San Siro samkvæmt ítölskum miðlum. Hvort þessi hegðun stuðningsmanna hafði einhver áhrif á leikinn er óvíst en honum lauk með hádramatískum 3-2 sigri Milan. Parma komst yfir í tvígang, með mörkum frá Matteo Cancellieri og Enrico Delprato. Christian Pulisic, landi eigandans Cardinale, jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu á 38. mínútu en Parma komst í 2-1 þegar tíu mínútur voru eftir. Tvö mörk frá Milan í uppbótartíma Stuðningsmenn Milan klöppuðu þá í kaldhæðni fyrir eigendum félagsins en enn átti nóg eftir að gerast. Strahinja Pavlovic virtist hafa jafnað metin á 88. mínútu, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Í staðinn náði Tijjani Reijnders að jafna eftir stungusendingu í uppbótartíma, og enn var tími til stefnu fyrir sigurmark. Parma sendi marga menn fram og var nálægt því að skora en í staðinn brunuðu heimamenn fram í skyndisókn og Samuel Chukwueze náði að koma boltanum í netið og tryggja Milan 3-2 sigur, fyrir framan Kyle Walker sem var áhorfandi á leiknum í dag eftir komuna frá Manchester City. Eftir sigurinn er Milan með 34 stig í 6. sæti deildarinnar en Parma er í 16. sæti með 20 stig.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. 25. janúar 2025 11:47 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
„Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. 25. janúar 2025 11:47