Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. janúar 2025 00:20 Michael Jackson tróð upp á Ofurskálinni í janúar 1993 en nokkrum mánuðum síðar var hann sakaður um kynferðislega áreitni. Getty Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar. Tónlistardramanu Michael er leikstýrt af Antoine Fuqua, sem gerði Training Day, með handriti eftir John Logan, sem skrifaði Gladiator. Jaafar Jackson, bróðursonur Michaels, leikur konung poppsins en með önnur hlutverk fara Colman Domingo, Nia Long, Miles Teller og Laura Harrier. Myndin átti að koma í bíó vestanhafs þann 3. október en þau plön eru nú í uppnámi. Ástæðan er að myndin átti að hverfast að miklu leyti um dómsátt Jackson við fjölskyldu hins þrettán ára Jordan Chandler sem sakaði popparann um kynferðislega áreitni árið 1993. Myndir frá blaðamannafundi Jackson-fjölskyldunnar þar sem hún lýsti yfir stuðningi við popparann.Getty Ásakanir Chandler leiddu til glæparannsóknar lögreglunnar í Los Angeles og á endanum kærði fjölskyldan popparann. Frekar en að fara með málið fyrir dómstóla sættust báðir aðilar á að leysa málið utan dómstóla í janúar 1994. Jackson neitaði ásökunum Chandler alla tíð og fór fyrir dóm í sambærilegu kynferðisbrotamáli árið 2005 en var ekki fundinn sekur í því. La Toya Jackson með frænda sínum Jaafar Jackson árið 2019. Jaafar leikur frænda sinn í nýrri mynd um konung poppsins.GEtty Saga Jackson endurskrifuð John Branca og John McClain, skiptaráðendur í búi popparans, eru víst viðriðnir framleiðslu nýju kvikmyndarinnar og samkvæmt blaðamanninum Matthew Belloni, sem segist hafa séð handrit kvikmyndarinnar, er dreginn upp sú mynd af popparanum að hann hafi verið saklaus í málinu. Myndin bæði hefst og endar á rannsókn málsins frá 1993 og rammar þannig inn sögu Jackson. Belloni vill meina að myndin sýni Jackson „sem barnalegt fórnarlamb hinnar fégráðugu Chandler-fjölskyldu.“ Stór hluti myndarinnar og fjöldi lykilatriða, sem búið er að taka upp, eru nú ónothæf vegna þess að í samningi Jackson við fjölskylduna stóð að ekki mætti nota málið í nokkurs konar aðlögun á lífi popparans, hvort sem það væri í leikriti eða kvikmynd. Allur þriðji þáttur kvikmyndarinnar þegar hún á að ná hámarki sínu er því ónothæfur með öllu. Myndin hefur nú þegar kostað 150 milljónir Bandaríkjadala og væntanlega þarf að skrifa stóran hluta handritsins upp á nýtt, kalla leikara aftur í tökur og skjóta ný atriði til að klára myndina. Það gæti verið gríðarlega kostnaðarsamt. Hollywood Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Tónlistardramanu Michael er leikstýrt af Antoine Fuqua, sem gerði Training Day, með handriti eftir John Logan, sem skrifaði Gladiator. Jaafar Jackson, bróðursonur Michaels, leikur konung poppsins en með önnur hlutverk fara Colman Domingo, Nia Long, Miles Teller og Laura Harrier. Myndin átti að koma í bíó vestanhafs þann 3. október en þau plön eru nú í uppnámi. Ástæðan er að myndin átti að hverfast að miklu leyti um dómsátt Jackson við fjölskyldu hins þrettán ára Jordan Chandler sem sakaði popparann um kynferðislega áreitni árið 1993. Myndir frá blaðamannafundi Jackson-fjölskyldunnar þar sem hún lýsti yfir stuðningi við popparann.Getty Ásakanir Chandler leiddu til glæparannsóknar lögreglunnar í Los Angeles og á endanum kærði fjölskyldan popparann. Frekar en að fara með málið fyrir dómstóla sættust báðir aðilar á að leysa málið utan dómstóla í janúar 1994. Jackson neitaði ásökunum Chandler alla tíð og fór fyrir dóm í sambærilegu kynferðisbrotamáli árið 2005 en var ekki fundinn sekur í því. La Toya Jackson með frænda sínum Jaafar Jackson árið 2019. Jaafar leikur frænda sinn í nýrri mynd um konung poppsins.GEtty Saga Jackson endurskrifuð John Branca og John McClain, skiptaráðendur í búi popparans, eru víst viðriðnir framleiðslu nýju kvikmyndarinnar og samkvæmt blaðamanninum Matthew Belloni, sem segist hafa séð handrit kvikmyndarinnar, er dreginn upp sú mynd af popparanum að hann hafi verið saklaus í málinu. Myndin bæði hefst og endar á rannsókn málsins frá 1993 og rammar þannig inn sögu Jackson. Belloni vill meina að myndin sýni Jackson „sem barnalegt fórnarlamb hinnar fégráðugu Chandler-fjölskyldu.“ Stór hluti myndarinnar og fjöldi lykilatriða, sem búið er að taka upp, eru nú ónothæf vegna þess að í samningi Jackson við fjölskylduna stóð að ekki mætti nota málið í nokkurs konar aðlögun á lífi popparans, hvort sem það væri í leikriti eða kvikmynd. Allur þriðji þáttur kvikmyndarinnar þegar hún á að ná hámarki sínu er því ónothæfur með öllu. Myndin hefur nú þegar kostað 150 milljónir Bandaríkjadala og væntanlega þarf að skrifa stóran hluta handritsins upp á nýtt, kalla leikara aftur í tökur og skjóta ný atriði til að klára myndina. Það gæti verið gríðarlega kostnaðarsamt.
Hollywood Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira