Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 06:30 Sara Piffer þótti efnileg hjólreiðakona og var þegar farinn að safna sigrum á sínum ferli. @SaraPiffer Mikil reiði er á Ítalíu eftir að efnileg hjólakona varð fyrir bíl á æfingu og lést af sárum sínum. Í dag fer fram jarðarför hjólreiðakonunnar Söru Piffer sem varð aðeins nítján ára. Hún var við æfingar þegar hún varð fyrir bíl í framúrakstri. Piffer þótti mjög efnileg hjólreiðakona, hafði unnið 23 ára mót og náð góðum árangri með liði sínu. Mikil sorg er á Ítalíu en það er líka mikil reiði. Opinberar tölur á Ítalíu sýna að 204 hjólreiðamenn eða konur létust á síðasta ári eftir að hafa orðið fyrir bíl. „Við verðum að stöðva þetta blóðbað,“ sagði ítalska hjólreiðagoðsögnin Francesco Moser. Hann vann meðal annars Giro d'Italia, Ítalíuhjólreiðarnar, á sínum tíma og býr í sama þorpi og Piffer fjölskyldan. Hann þekkti því til Söru og hennar fjölskyldu. Cycling News segir frá. „Þetta er óásættanlegt. Það eru allt of margir harmleikir á götunum og allt of margir hafa látið lífið. Við verðum að gera eitthvað,“ sagði Moser. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá var Piffer á æfingu og að hjóla með bróður sínum á beinum vegi nálægt Trento. Þá kom bíll á móti og tók fram úr öðrum bíl. Hann sá ekki hjólreiðafólkið vegna þess að sólin var mjög lágt á lofti. Piffer var flutt í burtu í þyrlu en lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. „Þau báðu mig um að velja föt á hana fyrir jarðarförina. Ég valdi hjólreiðatreyjuna sem hún vann í á síðasta ári,“ sagði móðir hennar Marianna í viðtali við La Repubblica. „Það stendur sigurvegari framan á treyjunni og hún tileinkaði þá Matteo Lorenz árangur sinn en hann lést á síðasta ári. Sara var alltaf sigurvegari í mínum augum og hún dó í örmum bróður síns,“ sagði Marianna. „Áður en hún fór út á æfinguna þá bað ég hana um að fara varlega. Hún svaraði: Aðrir þurfa að passa sig í kringum okkur hjólreiðafólkið því þeir átta sig ekki á hvaða áhættu þau eru að taka,“ sagði móðir hennar. Christan, bróðir Piffer, slasaðist lítið í árekstrinum. „Ég heyrði hávaða og horfði til baka. Þá hljóp ég til systur minnar en það var ekkert sem ég gat gert. Ég var fyrst mjög reiður út í bílstjórann en svo sá ég hvað þau voru hrædd og skömmustuleg,“ sagði Christan. View this post on Instagram A post shared by Women's Cycling News (WCN) (@womenscycling_news) Hjólreiðar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Í dag fer fram jarðarför hjólreiðakonunnar Söru Piffer sem varð aðeins nítján ára. Hún var við æfingar þegar hún varð fyrir bíl í framúrakstri. Piffer þótti mjög efnileg hjólreiðakona, hafði unnið 23 ára mót og náð góðum árangri með liði sínu. Mikil sorg er á Ítalíu en það er líka mikil reiði. Opinberar tölur á Ítalíu sýna að 204 hjólreiðamenn eða konur létust á síðasta ári eftir að hafa orðið fyrir bíl. „Við verðum að stöðva þetta blóðbað,“ sagði ítalska hjólreiðagoðsögnin Francesco Moser. Hann vann meðal annars Giro d'Italia, Ítalíuhjólreiðarnar, á sínum tíma og býr í sama þorpi og Piffer fjölskyldan. Hann þekkti því til Söru og hennar fjölskyldu. Cycling News segir frá. „Þetta er óásættanlegt. Það eru allt of margir harmleikir á götunum og allt of margir hafa látið lífið. Við verðum að gera eitthvað,“ sagði Moser. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá var Piffer á æfingu og að hjóla með bróður sínum á beinum vegi nálægt Trento. Þá kom bíll á móti og tók fram úr öðrum bíl. Hann sá ekki hjólreiðafólkið vegna þess að sólin var mjög lágt á lofti. Piffer var flutt í burtu í þyrlu en lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. „Þau báðu mig um að velja föt á hana fyrir jarðarförina. Ég valdi hjólreiðatreyjuna sem hún vann í á síðasta ári,“ sagði móðir hennar Marianna í viðtali við La Repubblica. „Það stendur sigurvegari framan á treyjunni og hún tileinkaði þá Matteo Lorenz árangur sinn en hann lést á síðasta ári. Sara var alltaf sigurvegari í mínum augum og hún dó í örmum bróður síns,“ sagði Marianna. „Áður en hún fór út á æfinguna þá bað ég hana um að fara varlega. Hún svaraði: Aðrir þurfa að passa sig í kringum okkur hjólreiðafólkið því þeir átta sig ekki á hvaða áhættu þau eru að taka,“ sagði móðir hennar. Christan, bróðir Piffer, slasaðist lítið í árekstrinum. „Ég heyrði hávaða og horfði til baka. Þá hljóp ég til systur minnar en það var ekkert sem ég gat gert. Ég var fyrst mjög reiður út í bílstjórann en svo sá ég hvað þau voru hrædd og skömmustuleg,“ sagði Christan. View this post on Instagram A post shared by Women's Cycling News (WCN) (@womenscycling_news)
Hjólreiðar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira