Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 15:02 Valentino Acuña er farinn að blómstra með tuttugu ára landsliði Argentínu. Getty/Marcio Machado Það muna sumir eftir Valentino Acuna þegar hann lék ungan Lionel Messi í spænskri heimildarmynd um upphafár Messis í fótboltanum. Nú er strákurinn orðinn stór og sjálfur farinn að raða inn mörkun í argentínska landsliðsbúningnum. Myndin kom út árið 2014 þegar strákurinn var sex ára en þá var Messi að komast á hátind ferilsins. Báðir fæddust þeir í borginni Rosario. Átta árum síðar var Acuna farinn að spila með unglingaliði Newell’s Old Boys, sama félagið og byrjaði ferilinn hjá áður en hann færði sig yfir til Barcelona. Um helgina var umræddur Acuna, nú átján ára gamall, kominn í argentínska landsliðsbúninginn þegar tuttugu ára landslið Argentínu lék sér að nágrönnum sínum í Brasilíu í Suðurameríkukeppni U20 landsliða. Argentína vann leikinn 6-0 og Acuna gaf tvær stoðsendingar í leiknum. Acuna spilaði á miðjunni og lagði upp tvö fyrstu mörk liðsins. Staðan var orðin 5-0 þegar hann yfirgaf völlinn. Claudio Echeverri, leikmaður Manchester City, skoraði tvö af mörkunum og gaf eina stoðsendingu að auki. Hin mörkin skoruðu Ian Subiabre, Agustín Ruberto og Santiago Hidalgo en eitt markið var sjálfsmark. Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinum en næsti leikur Argentínumanna er í kvöld á móti Kólumbíu. View this post on Instagram A post shared by CABRA Futbol (@cabra_futbol) Argentína Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Myndin kom út árið 2014 þegar strákurinn var sex ára en þá var Messi að komast á hátind ferilsins. Báðir fæddust þeir í borginni Rosario. Átta árum síðar var Acuna farinn að spila með unglingaliði Newell’s Old Boys, sama félagið og byrjaði ferilinn hjá áður en hann færði sig yfir til Barcelona. Um helgina var umræddur Acuna, nú átján ára gamall, kominn í argentínska landsliðsbúninginn þegar tuttugu ára landslið Argentínu lék sér að nágrönnum sínum í Brasilíu í Suðurameríkukeppni U20 landsliða. Argentína vann leikinn 6-0 og Acuna gaf tvær stoðsendingar í leiknum. Acuna spilaði á miðjunni og lagði upp tvö fyrstu mörk liðsins. Staðan var orðin 5-0 þegar hann yfirgaf völlinn. Claudio Echeverri, leikmaður Manchester City, skoraði tvö af mörkunum og gaf eina stoðsendingu að auki. Hin mörkin skoruðu Ian Subiabre, Agustín Ruberto og Santiago Hidalgo en eitt markið var sjálfsmark. Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinum en næsti leikur Argentínumanna er í kvöld á móti Kólumbíu. View this post on Instagram A post shared by CABRA Futbol (@cabra_futbol)
Argentína Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira