Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 11:32 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fleiri stjórnmálaflokkar en Flokkur fólksins hafa þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Til að mynda þáði Sjálfstæðisflokkurinn 167 milljónir króna árið 2022, rétt áður en skráningu flokksins var breytt. Mikið hefur verið fjallað um styrkjamál Flokks fólksins síðan Morgunblaðið greindi frá því að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök. Frá árinu 2021 hefur slík skráning verið skilyrði fyrir framlögum úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur Flokkur fólksins fengið hundruði milljóna króna úr opinberum sjóðum undanfarin ár. Flokkurinn fær aftur á móti ekki þær sjötíu milljónir króna sem stóð til að flokkurinn fengi í ár. Inga Sæland stofnandi og formaður flokksins hefur lofað bót og betrun, skráningu flokksins verði breytt strax að loknum næsta landsfundi hans. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er að finna nokkuð ítarleg skilyrði um upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir í samþykktum stjórnmálasamtaka til þess að samtök verði tekin á stjórnmálasamtakaskrá. Þær upplýsingar eru ekki í samþykktum Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn ekki saklaus Þeir sem hafa helst gagnrýnt Flokk fólksins fyrir að þiggja fjárframlög án réttrar skráningar eru Sjálfstæðismenn. Til að mynda sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun að flokkurinn ætti að skila framlögunum. „Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá. Að þau ætli ekki að skrá sig strax sem stjórnmálaflokk heldur bíða landsfundar. Það á að vera algjörlega skýr krafa á Flokk fólksins núna, annað hvort birta þau hlutina eins og þau hefðu gert ef þau hefðu verið að uppfylla skilyrðin, birta alla hluti sem stjórnmálaflokkar eiga að gera, sem fá þessa ríkisstyrki, eða skila peningunum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðismanna verður að teljast áhugaverð sé gluggað í gögn í Fyrirtækjaskrá. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en þann 8. apríl árið 2022. Krafa um skráningu sem stjórnmálasamtök var tekin upp með lögum í júní árið 2021. Móttekið 8. apríl 2022 er stimplað á tilkynningu Sjálfstæðisflokksins um breytingu félagasamtaka í stjórnmálasamtök. Skömmu síðar var lögunum breytt til bráðabirgða svo að skráning væri ekki skilyrði fyrir fjárframlögum fyrir árið 2021. Þann 25. janúar árið 2022, þegar styrkjum fyrir það ár var úthlutað, var Sjálfstæðisflokkurinn ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Árið 2022 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 166,9 milljónir króna úr ríkissjóði. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn í sama pakka Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um styrkjamál Flokks fólksins síðan Morgunblaðið greindi frá því að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök. Frá árinu 2021 hefur slík skráning verið skilyrði fyrir framlögum úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur Flokkur fólksins fengið hundruði milljóna króna úr opinberum sjóðum undanfarin ár. Flokkurinn fær aftur á móti ekki þær sjötíu milljónir króna sem stóð til að flokkurinn fengi í ár. Inga Sæland stofnandi og formaður flokksins hefur lofað bót og betrun, skráningu flokksins verði breytt strax að loknum næsta landsfundi hans. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er að finna nokkuð ítarleg skilyrði um upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir í samþykktum stjórnmálasamtaka til þess að samtök verði tekin á stjórnmálasamtakaskrá. Þær upplýsingar eru ekki í samþykktum Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn ekki saklaus Þeir sem hafa helst gagnrýnt Flokk fólksins fyrir að þiggja fjárframlög án réttrar skráningar eru Sjálfstæðismenn. Til að mynda sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun að flokkurinn ætti að skila framlögunum. „Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá. Að þau ætli ekki að skrá sig strax sem stjórnmálaflokk heldur bíða landsfundar. Það á að vera algjörlega skýr krafa á Flokk fólksins núna, annað hvort birta þau hlutina eins og þau hefðu gert ef þau hefðu verið að uppfylla skilyrðin, birta alla hluti sem stjórnmálaflokkar eiga að gera, sem fá þessa ríkisstyrki, eða skila peningunum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðismanna verður að teljast áhugaverð sé gluggað í gögn í Fyrirtækjaskrá. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en þann 8. apríl árið 2022. Krafa um skráningu sem stjórnmálasamtök var tekin upp með lögum í júní árið 2021. Móttekið 8. apríl 2022 er stimplað á tilkynningu Sjálfstæðisflokksins um breytingu félagasamtaka í stjórnmálasamtök. Skömmu síðar var lögunum breytt til bráðabirgða svo að skráning væri ekki skilyrði fyrir fjárframlögum fyrir árið 2021. Þann 25. janúar árið 2022, þegar styrkjum fyrir það ár var úthlutað, var Sjálfstæðisflokkurinn ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Árið 2022 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 166,9 milljónir króna úr ríkissjóði. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn í sama pakka Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
„Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31
„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33