85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 13:02 Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Þegar skoðuð er heimildin sem Elfar vísar til fyrir staðhæfingu sinni kemur í ljós að um er að ræða verðmat fréttamanns Stundarinnar frá nóvember 2020 á 25 þúsund tonna framleiðslurétti. Miðar hann við verð á uppboðnum kvóta í Noregi árið 2018. 350 milljarðar króna verðmæti Lítum nánar á þetta. Útgefin leyfi til laxeldis á íslandi eru fyrir um 100 þúsund tonn á ári. Það er um fjórum sinnum meira en þau 25 þúsund tonn sem Elfar gerir að umfjöllunarefni. Miðað við verðmætamat Elfars væri hægt að bjóða upp þessi leyfi fyrir um 350 milljarða króna. Segðu okkur meira, Elfar, um þessar tekjur sem þú vilt ekki að þjóðin fái. Sérstaklega segðu okkur hvernig verðmatið þitt er fengið. Viltu þá selja framleiðsluréttinn um aldur og ævi? En Elfar vill það ekki, hann vill banna laxeldið og hafa af þjóðinni, að eigin sögn, um 350 milljarða króna tekjur. Ástæðan er sú að hann vill vernda laxveiði á stöng. Það sé svo mikilvæg atvinnugrein að laxeldið verði að víkja. Það er því rétt að bera saman laxeldið og stangveiðina. Laxeldið gefur mikið Útflutningstekjur af laxeldi voru meira en 50 milljarðar króna í fyrra. Bein störf voru fyrstu 9 mánuði síðasta árs orðin 822 og atvinnutekjur í fiskeldinu voru 974 þúsund krónur á mánuði. Það eru 24% hærri tekjur en meðaltal allra atvinnutekna. Stór hluti þessara starfa er á Vestfjörðum og hefur laxeldið valdið straumhvörfum í fjórðungnum. Stangveiðin gefur ekkert Öðru máli gegnir um stangveiðina. Hún gefur ekkert á Vestfjörðum. Ekkert skráð starf er við þá atvinnugrein, engar útflutningstekjur, engar skatttekjur og það er ekki einu sinni greiddur virðisaukaskattur af sölu veiðileyfa. Það er reyndar að vonum. Á Vestfjörðum er lítið um lax og það er einmitt ástæðan fyrir því að laxeldi er þar leyft. Engar upplýsingar Þegar leitað er eftir upplýsingum frá opinberum aðilum um stangveiði fást engar Upplýsingar. Hvorki Hagstofan né fjármálaráðuneytið hafa neinar upplýsingar um þessa atvinnugrein sem þó er í umræðunni svo mikilvæg að allt annað verður að víkja fyrir hagsmunum þeirra sem selja veiðileyfi í laxveiðiár landsins. Veiðifélög gefa ekki upplýsingar um tekjur sínar og almennt telja ekki fram til skatts. Einu upplýsingarnar sem eru tiltækar eru frá Elfari og félögum sjálfum og engir aðrir fá aðgang að. Það veit enginn opinber aðili neitt um helstu kennitölur stangveiðinnar, svo sem tekjur, störf, laun, skattgreiðslur o.s.frv. Laxeldið hefur engin áhrif á stangveiði Stóra villan í málflutningi Elfars er að kenna laxeldinu um ofveiði stangveiðimanna í laxveiðiám landsins. Hvergi hefur verið sýnt fram á að laxeldi hafi dregið úr stangveiði. Samdáttur í stangveiði hefur staðið yfir áratugum saman og hófst áður en núverandi laxeldi komst á legg. Það á við hér á landi og víðar. Stangveiðimenn og veiðiréttarhafar stunda á hverju ári stórfellt fiskeldi í veiðiánum og svo virðist að þeir gangi mjög frjálslega um lög og reglur sem gilda um það. Aðalatriði þeirra er að hámarka tekjur af sölu veiðileyfa. Laxeldið skaðar engan og eflir þjóðarhag Niðustaðan er að laxeldið eflir þjóðarhag og er forsenda bættra lífskjara almennings síðustu ár og í náinni framtíð. Laxeldið eflir byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og bætir okkur að nokkru leyti ranglæti kvótakerfisins. Laxeldið veldur engum skaða á öðrum atvinnugreinum og ótti stangveiðimanna er ástæðulaus hræðsluáróður. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru í laxeldi áskoranir eins og það heitir nú til dags. Í þeim efnum er unnið að úrbótum og framförum og gengur það vel. Atvinnugreinin er öflug, framsækin og nær árangri – okkur öllum til heilla. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Þegar skoðuð er heimildin sem Elfar vísar til fyrir staðhæfingu sinni kemur í ljós að um er að ræða verðmat fréttamanns Stundarinnar frá nóvember 2020 á 25 þúsund tonna framleiðslurétti. Miðar hann við verð á uppboðnum kvóta í Noregi árið 2018. 350 milljarðar króna verðmæti Lítum nánar á þetta. Útgefin leyfi til laxeldis á íslandi eru fyrir um 100 þúsund tonn á ári. Það er um fjórum sinnum meira en þau 25 þúsund tonn sem Elfar gerir að umfjöllunarefni. Miðað við verðmætamat Elfars væri hægt að bjóða upp þessi leyfi fyrir um 350 milljarða króna. Segðu okkur meira, Elfar, um þessar tekjur sem þú vilt ekki að þjóðin fái. Sérstaklega segðu okkur hvernig verðmatið þitt er fengið. Viltu þá selja framleiðsluréttinn um aldur og ævi? En Elfar vill það ekki, hann vill banna laxeldið og hafa af þjóðinni, að eigin sögn, um 350 milljarða króna tekjur. Ástæðan er sú að hann vill vernda laxveiði á stöng. Það sé svo mikilvæg atvinnugrein að laxeldið verði að víkja. Það er því rétt að bera saman laxeldið og stangveiðina. Laxeldið gefur mikið Útflutningstekjur af laxeldi voru meira en 50 milljarðar króna í fyrra. Bein störf voru fyrstu 9 mánuði síðasta árs orðin 822 og atvinnutekjur í fiskeldinu voru 974 þúsund krónur á mánuði. Það eru 24% hærri tekjur en meðaltal allra atvinnutekna. Stór hluti þessara starfa er á Vestfjörðum og hefur laxeldið valdið straumhvörfum í fjórðungnum. Stangveiðin gefur ekkert Öðru máli gegnir um stangveiðina. Hún gefur ekkert á Vestfjörðum. Ekkert skráð starf er við þá atvinnugrein, engar útflutningstekjur, engar skatttekjur og það er ekki einu sinni greiddur virðisaukaskattur af sölu veiðileyfa. Það er reyndar að vonum. Á Vestfjörðum er lítið um lax og það er einmitt ástæðan fyrir því að laxeldi er þar leyft. Engar upplýsingar Þegar leitað er eftir upplýsingum frá opinberum aðilum um stangveiði fást engar Upplýsingar. Hvorki Hagstofan né fjármálaráðuneytið hafa neinar upplýsingar um þessa atvinnugrein sem þó er í umræðunni svo mikilvæg að allt annað verður að víkja fyrir hagsmunum þeirra sem selja veiðileyfi í laxveiðiár landsins. Veiðifélög gefa ekki upplýsingar um tekjur sínar og almennt telja ekki fram til skatts. Einu upplýsingarnar sem eru tiltækar eru frá Elfari og félögum sjálfum og engir aðrir fá aðgang að. Það veit enginn opinber aðili neitt um helstu kennitölur stangveiðinnar, svo sem tekjur, störf, laun, skattgreiðslur o.s.frv. Laxeldið hefur engin áhrif á stangveiði Stóra villan í málflutningi Elfars er að kenna laxeldinu um ofveiði stangveiðimanna í laxveiðiám landsins. Hvergi hefur verið sýnt fram á að laxeldi hafi dregið úr stangveiði. Samdáttur í stangveiði hefur staðið yfir áratugum saman og hófst áður en núverandi laxeldi komst á legg. Það á við hér á landi og víðar. Stangveiðimenn og veiðiréttarhafar stunda á hverju ári stórfellt fiskeldi í veiðiánum og svo virðist að þeir gangi mjög frjálslega um lög og reglur sem gilda um það. Aðalatriði þeirra er að hámarka tekjur af sölu veiðileyfa. Laxeldið skaðar engan og eflir þjóðarhag Niðustaðan er að laxeldið eflir þjóðarhag og er forsenda bættra lífskjara almennings síðustu ár og í náinni framtíð. Laxeldið eflir byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og bætir okkur að nokkru leyti ranglæti kvótakerfisins. Laxeldið veldur engum skaða á öðrum atvinnugreinum og ótti stangveiðimanna er ástæðulaus hræðsluáróður. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru í laxeldi áskoranir eins og það heitir nú til dags. Í þeim efnum er unnið að úrbótum og framförum og gengur það vel. Atvinnugreinin er öflug, framsækin og nær árangri – okkur öllum til heilla. Höfundur er fyrrverandi þingmaður
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun