Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 17:21 Guðmundur, Sigurjón, Katrín Sigríður og Pétur Björgvin munu starfa hjá þingflokki Viðreisnar á komandi kjörtímabili. Viðreisn Þingflokkur Viðreisnar hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn og er starfslið flokksins þar með fullmannað. Í starfsmannahópnum eru fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, lögfræðingur, sálfræðingur og verkefnastjóri. Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum, þar sem starfsmennirnir fjórir eru kynntir til leiks. Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdastjóri þingflokks en auk hans hafa Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson verið ráðin til starfa hjá þingflokknum. Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Þar áður starfaði hann sjálfstætt sem ráðgjafi en var þar áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Fréttablaðinu. Guðmundur er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra þingflokks af Stefaníu Sigurðardóttur, en hún var ráðin sem aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, í ársbyrjun. Sigurjón Njarðarson lauk BA gráðu og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast hjá Orkustofnun og þar áður hjá Matvælastofnun. Í störfum sínum hefur hann meðal annars sérhæft sig í verkefnum á sviði stjórnsýslu auðlindanýtingar. Sigurjón hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Viðreisn undanfarin ár, meðal annars uppstillingu í sveitarstjórnarkosningum og sat í stjórn Reykjavíkurráðs. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað sem sálfræðingur, ráðgjafi og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Viðreisnar. Hún er fyrrverandi forseti Uppreisnar, hefur átt sæti í stjórn flokksins og tók sæti sem varaþingmaður á liðnu kjörtímabili. Í þingkosningum 2024 skipaði hún fjórða sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því fyrsti varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Pétur Björgvin Sveinsson hefur síðustu ár starfað við markaðsstörf og verkefnastýringu hjá Bláa Lóninu, KoiKoi vefstofu og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann er með BA gráðu í verkefnastjórnun frá KaosPilot skólanum í Árósum. Pétur Björgvin skipaði fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því annar varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Viðreisn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum, þar sem starfsmennirnir fjórir eru kynntir til leiks. Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdastjóri þingflokks en auk hans hafa Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson verið ráðin til starfa hjá þingflokknum. Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Þar áður starfaði hann sjálfstætt sem ráðgjafi en var þar áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Fréttablaðinu. Guðmundur er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra þingflokks af Stefaníu Sigurðardóttur, en hún var ráðin sem aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, í ársbyrjun. Sigurjón Njarðarson lauk BA gráðu og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast hjá Orkustofnun og þar áður hjá Matvælastofnun. Í störfum sínum hefur hann meðal annars sérhæft sig í verkefnum á sviði stjórnsýslu auðlindanýtingar. Sigurjón hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Viðreisn undanfarin ár, meðal annars uppstillingu í sveitarstjórnarkosningum og sat í stjórn Reykjavíkurráðs. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað sem sálfræðingur, ráðgjafi og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Viðreisnar. Hún er fyrrverandi forseti Uppreisnar, hefur átt sæti í stjórn flokksins og tók sæti sem varaþingmaður á liðnu kjörtímabili. Í þingkosningum 2024 skipaði hún fjórða sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því fyrsti varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Pétur Björgvin Sveinsson hefur síðustu ár starfað við markaðsstörf og verkefnastýringu hjá Bláa Lóninu, KoiKoi vefstofu og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann er með BA gráðu í verkefnastjórnun frá KaosPilot skólanum í Árósum. Pétur Björgvin skipaði fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því annar varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi.
Viðreisn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira