Liðin voru jöfn að stigum í neðri hluta þýsku deildarinnar fyrir leikinn í kvöld en leikið var á heimavelli Oldenburg.
Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik og staðan var 40-40 að honum loknum. Í þriðja áhlaupi skiptust liðin á forystunni en gestirnir frá Berlín náðu litlu áhlaupi undir lok þriðja leikhluta, komust mest átta stigum yfir og leiddu 75-68 fyrir lokafjórðunginn.
Þar hins vegar hrundi leikur gestanna. Oldenburg náði 15-6 áhlaupi í upphafi leikhlutans og lið Alba átti engin svör. Oldenburg fagnaði að lokum 97-92 sigri og vann lokafjórðunginn 29-17.
Alba er því áfram í fallbaráttu. Liðið er í fjórða neðsta sæti með sjö sigra í sextán leikjum. Martin Hermannsson átti ágætan leik fyrir Alba Berlín í kvöld. Hann skoraði 12 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 1 frákast.