Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 06:30 Irina Viner á hásetta vini í Rússlandi og þar á meðal er Vladimir Putin. Getty/Maksim Konstantinov/ Ungar rússneska fimleikakonur voru settar í mjög erfiðar og ógeðfeldar aðstæður af þjálfara sínum sem átti ríka og valdamikla vini eins og Vladimir Putin. Irina Viner er heimsfrægur fimleikaþjálfari frá Rússlandi sem réði í ríkjum í rússneskum fimleikum í meira en tuttugu ár og náði hún mjög góðum árangri á þeim tíma. Viner er nú 76 ára gömul og eins og er í tveggja ára banni fyrir að gagnrýna dómara opinberlega eftir Ólympíuleikana í Tókýó 2021. Það virðist þó hafa verið ýmislegt í gangi á bak við tjöldin en völd Viner voru rosalega mikil í rússneska fimleikaheiminum. Aftonbladet segir frá. Sænska Aftonbladet fjallaði um málið.@Sportbladet Viner hefur nú verið sökuð um að reka hálfgert vændishús fyrir ríka rússneska viðskiptajöfra sem vildu komast í sambönd með fimleikastjörnunum hennar. Þegar fimleikakonurnar voru komnar yfir sitt besta á keppnisgólfinu og þá var Viner með kerfi í gangi til að reyna að koma þeim í sambönd við ríka rússneska karlmenn. Úkraínska fimleikakonan Ganna Rizatdinova kom fram með þessar ásakanir á hendur Viner. „Þegar þær hættu að keppa á Ólympíuleikum og voru komnar yfir sitt besta á ferlinum þá var þeim stillt upp fyrir framan karlmenn. Viner sagði: Veldu einhvern,“ sagði Rizatdinova og líkti þessu við vændishús. Irina Viner var sjálf gift ólígarkanum Alisher Usmanov í þrjátíu ár en hann var einu sinni ríkasti maður Rússlands. Hún er líka sögð eiga heiðurinn á því að koma Vladimir Putin forseta í samband við Alinu Kabaeva. Kabaeva er fyrrum fimleikakona og hefur verið viðhald Putin í fjöldamörg ár. Viner neitar þessum ásökunum. „Ég valdi ekki samböndin hjá fimleikastelpunum mínum. Ég reyndi meira segja að koma í veg fyrir að Amina Zaripova færi að hitta Aleksey Kortnev af því að hann átti eiginkonu og börn. Hún hlustaði ekki á mig og sagði við mig: Ég elska hann,“ sagði Viner. „Ég sjálf hafði gert það sama [þegar hún hitti Alisher Usmanov] og sagði því: Allt í lagi ef þú elskar hann, haltu þessu áfram. Þau enduðu á því að gifta sig og eignast börn saman,“ sagði Viner við Sport24. Amina Zaripova er nú 48 ára gömul en hún keppti í nútíma fimleikum á tíunda áratugnum og varð fimm sinnum heimsmeistari Árið 2022 giftist hún tónlistarmanninum Aleksey Kortnev sem er tíu árum eldri en hún. Fimleikar Rússland Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Irina Viner er heimsfrægur fimleikaþjálfari frá Rússlandi sem réði í ríkjum í rússneskum fimleikum í meira en tuttugu ár og náði hún mjög góðum árangri á þeim tíma. Viner er nú 76 ára gömul og eins og er í tveggja ára banni fyrir að gagnrýna dómara opinberlega eftir Ólympíuleikana í Tókýó 2021. Það virðist þó hafa verið ýmislegt í gangi á bak við tjöldin en völd Viner voru rosalega mikil í rússneska fimleikaheiminum. Aftonbladet segir frá. Sænska Aftonbladet fjallaði um málið.@Sportbladet Viner hefur nú verið sökuð um að reka hálfgert vændishús fyrir ríka rússneska viðskiptajöfra sem vildu komast í sambönd með fimleikastjörnunum hennar. Þegar fimleikakonurnar voru komnar yfir sitt besta á keppnisgólfinu og þá var Viner með kerfi í gangi til að reyna að koma þeim í sambönd við ríka rússneska karlmenn. Úkraínska fimleikakonan Ganna Rizatdinova kom fram með þessar ásakanir á hendur Viner. „Þegar þær hættu að keppa á Ólympíuleikum og voru komnar yfir sitt besta á ferlinum þá var þeim stillt upp fyrir framan karlmenn. Viner sagði: Veldu einhvern,“ sagði Rizatdinova og líkti þessu við vændishús. Irina Viner var sjálf gift ólígarkanum Alisher Usmanov í þrjátíu ár en hann var einu sinni ríkasti maður Rússlands. Hún er líka sögð eiga heiðurinn á því að koma Vladimir Putin forseta í samband við Alinu Kabaeva. Kabaeva er fyrrum fimleikakona og hefur verið viðhald Putin í fjöldamörg ár. Viner neitar þessum ásökunum. „Ég valdi ekki samböndin hjá fimleikastelpunum mínum. Ég reyndi meira segja að koma í veg fyrir að Amina Zaripova færi að hitta Aleksey Kortnev af því að hann átti eiginkonu og börn. Hún hlustaði ekki á mig og sagði við mig: Ég elska hann,“ sagði Viner. „Ég sjálf hafði gert það sama [þegar hún hitti Alisher Usmanov] og sagði því: Allt í lagi ef þú elskar hann, haltu þessu áfram. Þau enduðu á því að gifta sig og eignast börn saman,“ sagði Viner við Sport24. Amina Zaripova er nú 48 ára gömul en hún keppti í nútíma fimleikum á tíunda áratugnum og varð fimm sinnum heimsmeistari Árið 2022 giftist hún tónlistarmanninum Aleksey Kortnev sem er tíu árum eldri en hún.
Fimleikar Rússland Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira