Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 06:30 Irina Viner á hásetta vini í Rússlandi og þar á meðal er Vladimir Putin. Getty/Maksim Konstantinov/ Ungar rússneska fimleikakonur voru settar í mjög erfiðar og ógeðfeldar aðstæður af þjálfara sínum sem átti ríka og valdamikla vini eins og Vladimir Putin. Irina Viner er heimsfrægur fimleikaþjálfari frá Rússlandi sem réði í ríkjum í rússneskum fimleikum í meira en tuttugu ár og náði hún mjög góðum árangri á þeim tíma. Viner er nú 76 ára gömul og eins og er í tveggja ára banni fyrir að gagnrýna dómara opinberlega eftir Ólympíuleikana í Tókýó 2021. Það virðist þó hafa verið ýmislegt í gangi á bak við tjöldin en völd Viner voru rosalega mikil í rússneska fimleikaheiminum. Aftonbladet segir frá. Sænska Aftonbladet fjallaði um málið.@Sportbladet Viner hefur nú verið sökuð um að reka hálfgert vændishús fyrir ríka rússneska viðskiptajöfra sem vildu komast í sambönd með fimleikastjörnunum hennar. Þegar fimleikakonurnar voru komnar yfir sitt besta á keppnisgólfinu og þá var Viner með kerfi í gangi til að reyna að koma þeim í sambönd við ríka rússneska karlmenn. Úkraínska fimleikakonan Ganna Rizatdinova kom fram með þessar ásakanir á hendur Viner. „Þegar þær hættu að keppa á Ólympíuleikum og voru komnar yfir sitt besta á ferlinum þá var þeim stillt upp fyrir framan karlmenn. Viner sagði: Veldu einhvern,“ sagði Rizatdinova og líkti þessu við vændishús. Irina Viner var sjálf gift ólígarkanum Alisher Usmanov í þrjátíu ár en hann var einu sinni ríkasti maður Rússlands. Hún er líka sögð eiga heiðurinn á því að koma Vladimir Putin forseta í samband við Alinu Kabaeva. Kabaeva er fyrrum fimleikakona og hefur verið viðhald Putin í fjöldamörg ár. Viner neitar þessum ásökunum. „Ég valdi ekki samböndin hjá fimleikastelpunum mínum. Ég reyndi meira segja að koma í veg fyrir að Amina Zaripova færi að hitta Aleksey Kortnev af því að hann átti eiginkonu og börn. Hún hlustaði ekki á mig og sagði við mig: Ég elska hann,“ sagði Viner. „Ég sjálf hafði gert það sama [þegar hún hitti Alisher Usmanov] og sagði því: Allt í lagi ef þú elskar hann, haltu þessu áfram. Þau enduðu á því að gifta sig og eignast börn saman,“ sagði Viner við Sport24. Amina Zaripova er nú 48 ára gömul en hún keppti í nútíma fimleikum á tíunda áratugnum og varð fimm sinnum heimsmeistari Árið 2022 giftist hún tónlistarmanninum Aleksey Kortnev sem er tíu árum eldri en hún. Fimleikar Rússland Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Irina Viner er heimsfrægur fimleikaþjálfari frá Rússlandi sem réði í ríkjum í rússneskum fimleikum í meira en tuttugu ár og náði hún mjög góðum árangri á þeim tíma. Viner er nú 76 ára gömul og eins og er í tveggja ára banni fyrir að gagnrýna dómara opinberlega eftir Ólympíuleikana í Tókýó 2021. Það virðist þó hafa verið ýmislegt í gangi á bak við tjöldin en völd Viner voru rosalega mikil í rússneska fimleikaheiminum. Aftonbladet segir frá. Sænska Aftonbladet fjallaði um málið.@Sportbladet Viner hefur nú verið sökuð um að reka hálfgert vændishús fyrir ríka rússneska viðskiptajöfra sem vildu komast í sambönd með fimleikastjörnunum hennar. Þegar fimleikakonurnar voru komnar yfir sitt besta á keppnisgólfinu og þá var Viner með kerfi í gangi til að reyna að koma þeim í sambönd við ríka rússneska karlmenn. Úkraínska fimleikakonan Ganna Rizatdinova kom fram með þessar ásakanir á hendur Viner. „Þegar þær hættu að keppa á Ólympíuleikum og voru komnar yfir sitt besta á ferlinum þá var þeim stillt upp fyrir framan karlmenn. Viner sagði: Veldu einhvern,“ sagði Rizatdinova og líkti þessu við vændishús. Irina Viner var sjálf gift ólígarkanum Alisher Usmanov í þrjátíu ár en hann var einu sinni ríkasti maður Rússlands. Hún er líka sögð eiga heiðurinn á því að koma Vladimir Putin forseta í samband við Alinu Kabaeva. Kabaeva er fyrrum fimleikakona og hefur verið viðhald Putin í fjöldamörg ár. Viner neitar þessum ásökunum. „Ég valdi ekki samböndin hjá fimleikastelpunum mínum. Ég reyndi meira segja að koma í veg fyrir að Amina Zaripova færi að hitta Aleksey Kortnev af því að hann átti eiginkonu og börn. Hún hlustaði ekki á mig og sagði við mig: Ég elska hann,“ sagði Viner. „Ég sjálf hafði gert það sama [þegar hún hitti Alisher Usmanov] og sagði því: Allt í lagi ef þú elskar hann, haltu þessu áfram. Þau enduðu á því að gifta sig og eignast börn saman,“ sagði Viner við Sport24. Amina Zaripova er nú 48 ára gömul en hún keppti í nútíma fimleikum á tíunda áratugnum og varð fimm sinnum heimsmeistari Árið 2022 giftist hún tónlistarmanninum Aleksey Kortnev sem er tíu árum eldri en hún.
Fimleikar Rússland Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira