NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 10:00 Þrír NBA leikmenn eru komnir í Bónus deildina eða þeir Justin James, Jeremy Pargo og Ty-Shon Alexander. Hér sjást þeir vera að spila Í NBA deildinni. Getty Images Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið reynslubolta til að klára tímabilið með liðinu. Stefán Árni Pálsson fór yfir þessa þróun og ræddi við NBA sérfræðinginn Leif Stein Árnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grindvíkingar hafa fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar ráðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. Hjá Grindavík hittir Pargo annan Bandaríkjamanna í DeAndre Kane en þeir léku saman hjá ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018 til 2019. Pargo er enn einn NBA leikmaðurinn til að spila í Bónus deildinni en fyrir eru þeir Ty-Shon Alexander hjá Keflavík og Justin James hjá Álftanesi. „Þetta er langbesti NBA leikmaðurinn sem hefur komið hingað til Íslands til að spila. Hann spilaði í þrjú ár í NBA. Hann á 86 leiki í NBA á meðan hinir eiga töluvert færri. Justin átta 52 leiki en Ty-Shon fimmtán leiki,“ sagði Leifur Steinn. „Munurinn er að þarna erum við með leikmann sem hefði örugglega getað spilað í tíu ár í NBA. Hann valdi það, eftir fyrstu tvö árin sín í NBA, að fara til Rússlands. Hann fékk risasamning í Rússlandi og fór að spila með CSKA Moskvu,“ sagði Leifur. „Hann varð meistari þar. Hann kaus það að verða stjarna í Eurolegue. Hann var í öðru úrvalsliði Euroleague 2010-2011. Munurinn er að þarna erum við að fá 38 ára gamlan leikmann sem hefur reynslu,“ sagði Leifur. „Hann hefur unnið, verið landsmeistari sex sinnum. Hann hefur spilað í Kína og hefur spilað mikið í Ísrael. Hann hefur verið hörku leikmaður alls staðar þar sem að hann hefur spilað,“ sagði Leifur en heldur hann að þetta eigi eftir að breyta landslaginu fyrir Grindvíkinga? „Já það er klárt mál. Hann er að koma væntanlega vegna þess að DeAndre Kane tekur hann. Hann er vinur hans. Hann er koma með reynslu og leiðtogahæfni. Ég held að Grindvíkingar eigi möguleika á því að verða meistarar með þennan leikmann,“ sagði Leifur. „Ég er mjög spenntur fyrir honum. Að fá alvöru, alvöru leikmann. Ekki ósvipaður og DeAndre Kane,“ sagði Leifur. NBA Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór yfir þessa þróun og ræddi við NBA sérfræðinginn Leif Stein Árnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grindvíkingar hafa fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar ráðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. Hjá Grindavík hittir Pargo annan Bandaríkjamanna í DeAndre Kane en þeir léku saman hjá ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018 til 2019. Pargo er enn einn NBA leikmaðurinn til að spila í Bónus deildinni en fyrir eru þeir Ty-Shon Alexander hjá Keflavík og Justin James hjá Álftanesi. „Þetta er langbesti NBA leikmaðurinn sem hefur komið hingað til Íslands til að spila. Hann spilaði í þrjú ár í NBA. Hann á 86 leiki í NBA á meðan hinir eiga töluvert færri. Justin átta 52 leiki en Ty-Shon fimmtán leiki,“ sagði Leifur Steinn. „Munurinn er að þarna erum við með leikmann sem hefði örugglega getað spilað í tíu ár í NBA. Hann valdi það, eftir fyrstu tvö árin sín í NBA, að fara til Rússlands. Hann fékk risasamning í Rússlandi og fór að spila með CSKA Moskvu,“ sagði Leifur. „Hann varð meistari þar. Hann kaus það að verða stjarna í Eurolegue. Hann var í öðru úrvalsliði Euroleague 2010-2011. Munurinn er að þarna erum við að fá 38 ára gamlan leikmann sem hefur reynslu,“ sagði Leifur. „Hann hefur unnið, verið landsmeistari sex sinnum. Hann hefur spilað í Kína og hefur spilað mikið í Ísrael. Hann hefur verið hörku leikmaður alls staðar þar sem að hann hefur spilað,“ sagði Leifur en heldur hann að þetta eigi eftir að breyta landslaginu fyrir Grindvíkinga? „Já það er klárt mál. Hann er að koma væntanlega vegna þess að DeAndre Kane tekur hann. Hann er vinur hans. Hann er koma með reynslu og leiðtogahæfni. Ég held að Grindvíkingar eigi möguleika á því að verða meistarar með þennan leikmann,“ sagði Leifur. „Ég er mjög spenntur fyrir honum. Að fá alvöru, alvöru leikmann. Ekki ósvipaður og DeAndre Kane,“ sagði Leifur.
NBA Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira