Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 11:01 Að mati Rubens Amorim leggur Marcus Rashford ekki nógu hart að sér á æfingum. getty/Martin Rickett Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir Marcus Rashford muni líklega ekki spila aftur fyrir liðið eftir nýjustu ummæli knattspyrnustjórans Rubens Amorim um framherjann. Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og eftir leikinn gegn Fulham á sunnudaginn sagði Amorim að hann myndi frekar nota markvarðaþjálfarann, hinn 63 ára Jorge Vidal, en leikmann sem legði sig ekki allan fram á æfingum. Ferdinand segir ekkert annað í stöðunni fyrir Rashford en að yfirgefa United. „Ef ég væri leikmaðurinn sem stjórinn tjáði sig svona um mig, hjarta mitt, stolt og egó; það er vandræðalegt. Að einhver efist um framlag þitt, að þú leggir þig hundrað prósent fram fyrir liðið og styttir þér leið eru stór ummæli. Það er engin leið til baka fyrir Marcus eftir þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef hann kæmi til baka þýddi það að aðrir leikmenn gætu tekið fótinn af bensíngjöfinni og komist inn í liðið.“ Ferdinand segir að Rashford viti upp á sig skömmina. Hann hefði nefnilega gripið til varna ef ummæli Amorims væru röng. „Fyrir mig, ef þetta væri ósatt myndi ég svara fyrir mig. Ég myndi halda blaðamannafund og láta vita að enginn myndi tala svona um mig,“ sagði Ferdinand. „Þú gerir það bara ef þú ert hundrað prósent viss um að enginn geti sagt þetta um þig. Við lifum á tímum þar sem er einfalt að vera í beinum samskiptum við stuðningsmennina svo sagan komist rétt til skila. Ég væri til í að sitja með Marcusi, horfa í augun á honum og sjá hvort hann gæti sagt það. Ef þú getur það ekki verðurðu að líta í eigin barm.“ Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall og spilað rúmlega fjögur hundruð leiki fyrir liðið. Enski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og eftir leikinn gegn Fulham á sunnudaginn sagði Amorim að hann myndi frekar nota markvarðaþjálfarann, hinn 63 ára Jorge Vidal, en leikmann sem legði sig ekki allan fram á æfingum. Ferdinand segir ekkert annað í stöðunni fyrir Rashford en að yfirgefa United. „Ef ég væri leikmaðurinn sem stjórinn tjáði sig svona um mig, hjarta mitt, stolt og egó; það er vandræðalegt. Að einhver efist um framlag þitt, að þú leggir þig hundrað prósent fram fyrir liðið og styttir þér leið eru stór ummæli. Það er engin leið til baka fyrir Marcus eftir þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef hann kæmi til baka þýddi það að aðrir leikmenn gætu tekið fótinn af bensíngjöfinni og komist inn í liðið.“ Ferdinand segir að Rashford viti upp á sig skömmina. Hann hefði nefnilega gripið til varna ef ummæli Amorims væru röng. „Fyrir mig, ef þetta væri ósatt myndi ég svara fyrir mig. Ég myndi halda blaðamannafund og láta vita að enginn myndi tala svona um mig,“ sagði Ferdinand. „Þú gerir það bara ef þú ert hundrað prósent viss um að enginn geti sagt þetta um þig. Við lifum á tímum þar sem er einfalt að vera í beinum samskiptum við stuðningsmennina svo sagan komist rétt til skila. Ég væri til í að sitja með Marcusi, horfa í augun á honum og sjá hvort hann gæti sagt það. Ef þú getur það ekki verðurðu að líta í eigin barm.“ Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall og spilað rúmlega fjögur hundruð leiki fyrir liðið.
Enski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira