Gummi Ben og félagar hafa farið á kostum í Meistaradeildarmessunni í vetur en þurfa nú að hafa augun á enn fleiri völlum en áður, því þeir fylgjast með öllu því helsta sem gerist í leikjunum átján í kvöld.
Eftir leikina liggur endanlega fyrir hvaða átta lið komast beint í 16-liða úrslit, hvaða lið enda í 9.-24. sæti og fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum og hvaða lið enda í 25.-36. sæti og falla úr keppni.
Manchester City er eitt þeirra liða sem gæti fallið úr keppni í kvöld, á meðan að Liverpool keppir um efsta sæti deildakeppninnar og Arsenal vonast til að tryggja sér endanlega sæti í hópi átta efstu.
Fleira er á sportrásunum en þar ber helst að nefna Bónus-deild kvenna þar sem tveir leikir eru í beinni útsendingu og málin svo gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi.
Stöð 2 Sport
19.00 Haukar - Grindavík (Bónus-deild kvenna)
21.00 Bónus Körfuboltakvöld kvenna
Stöð 2 Sport 2
19.30 Meistaradeildarmessan
22.00 Meistaradeildarmörkin
Stöð 2 Sport 3
19.50 Man. City - Club Brugge
Stöð 2 Sport 4
19.50 Girona - Arsenal
Stöð 2 Sport 5
19.50 Stuttgart - PSG
Stöð 2 Sport 6
19.50 Aston Villa - Celtic
Vodafone Sport
19.50 PSV - Liverpool
00.05 Panthers - Kings (NHL)
Stöð 2 BD
19.10 Hamar/Þór - Njarðvík (Bónus-deild kvenna)