Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2025 19:04 Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varar fólk eindregið gegn því að taka lyf sem keypt eru á svörtum markaði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Grunur leikur á að maðurinn hafi tekið falsaða Xanax töflu en lyfið er vinsælt lyfseðilsskylt lyf í Bandaríkjunum og er notað við kvíða. Lyfið er hins vegar ekki fáanlegt í apótekum hér á landi. Virka efnið í Xanax er Alprazolam en hinar fölsuðu töflur innihalda í raun efnið Flualprazolam en það lyf er ekki almennt selt í apótekum. „Það er bara það sem við óttumst að fólk fari og kannski fólk sem er að kaupa þetta haldi að það sé að kaupa eitthvað sem það er búið að kaupa áður. Veit ekki nákvæmlega hvað þetta inniheldur og fyrir vikið þá tekur það eitthvað sem það þekkir ekki,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töflurnar séu seldar á svörtum markaði hér á landi og auðvelt að nálgast þær. „Það er enginn sem veit hvað er í þessu. Þetta er bara steypt einhvers staðar og það sem er sett í þetta það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað sem einhver getur svarað fyrir nákvæmlega. Það er bara alls ekki.“ Töluvert magn af fíkniefnum og ávana- og fíknilyfjum er í vörslu lögreglu eftir að fjölmörg slík mál hafa komið upp undanfarið.Vísir/Sigurjón Þannig sé oft erfitt að átta sig á styrkleika þess sem verið sé að taka en lögregla lagði nýlega hald á óvenjusterkar MDMA töflur á leið til landsins. Þær innihéldu tvöfalt meira magn MDMA en töflurnar gera að jafnaði. Elín segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist undanfarin misseri. „Við erum sammála, sem störfum við þetta, að það sé talsvert mikil aukning á lyfjum. Á því sem eiga að heita lyf. Því sem að líta út eins og lyf sem koma út úr apótekinu.“ Þá varar hún fólk við að kaupa lyf á svörtum markaði. Falskvíðalyfin sem lögregla hefur áhyggjur af að séu í umferð líta svipað út og þessar töflur.Vísir/Sigurjón „Auðvitað er það bara rosalega gott ef að menn myndu bara taka það sem að læknirinn skrifar upp á og þú færð út úr apótekinu og fer í gegnum þann feril en ekki í undirheimunum. Þegar menn eru að kaupa svona lyf þá eru menn bara að gambla með líf sitt. Það er bara þannig.“ Lögreglumál Lyf Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Grunur leikur á að maðurinn hafi tekið falsaða Xanax töflu en lyfið er vinsælt lyfseðilsskylt lyf í Bandaríkjunum og er notað við kvíða. Lyfið er hins vegar ekki fáanlegt í apótekum hér á landi. Virka efnið í Xanax er Alprazolam en hinar fölsuðu töflur innihalda í raun efnið Flualprazolam en það lyf er ekki almennt selt í apótekum. „Það er bara það sem við óttumst að fólk fari og kannski fólk sem er að kaupa þetta haldi að það sé að kaupa eitthvað sem það er búið að kaupa áður. Veit ekki nákvæmlega hvað þetta inniheldur og fyrir vikið þá tekur það eitthvað sem það þekkir ekki,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töflurnar séu seldar á svörtum markaði hér á landi og auðvelt að nálgast þær. „Það er enginn sem veit hvað er í þessu. Þetta er bara steypt einhvers staðar og það sem er sett í þetta það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað sem einhver getur svarað fyrir nákvæmlega. Það er bara alls ekki.“ Töluvert magn af fíkniefnum og ávana- og fíknilyfjum er í vörslu lögreglu eftir að fjölmörg slík mál hafa komið upp undanfarið.Vísir/Sigurjón Þannig sé oft erfitt að átta sig á styrkleika þess sem verið sé að taka en lögregla lagði nýlega hald á óvenjusterkar MDMA töflur á leið til landsins. Þær innihéldu tvöfalt meira magn MDMA en töflurnar gera að jafnaði. Elín segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist undanfarin misseri. „Við erum sammála, sem störfum við þetta, að það sé talsvert mikil aukning á lyfjum. Á því sem eiga að heita lyf. Því sem að líta út eins og lyf sem koma út úr apótekinu.“ Þá varar hún fólk við að kaupa lyf á svörtum markaði. Falskvíðalyfin sem lögregla hefur áhyggjur af að séu í umferð líta svipað út og þessar töflur.Vísir/Sigurjón „Auðvitað er það bara rosalega gott ef að menn myndu bara taka það sem að læknirinn skrifar upp á og þú færð út úr apótekinu og fer í gegnum þann feril en ekki í undirheimunum. Þegar menn eru að kaupa svona lyf þá eru menn bara að gambla með líf sitt. Það er bara þannig.“
Lögreglumál Lyf Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira