Í fyrra var mikið fjaðrafok í kringum það þegar hinn sextán ára gamli Chido Obi-Martin fór yfir til United. Nú berast fréttir af því að Ayden Heaven sé að semja við Manchester United.
Alveg eins og var með Obi-Martin þá hafnaði Heaven samningstilboði frá Arsenal.
Obi-Martin er framherji en Heaven er átján ára miðvörður.
Heaven var líka með tilboð frá þýska liðinu Eintracht Frankfurt en vildi frekar fara til United.
Heaven hefur þrisvar verið í leikmannahópi Arsenal á tímabilinu og spilaði sinn fyrsta deild í deildabikarleik á móti Colchester United í nóvember.
Hann hefur spilað með átján ára og nítján ára landsliði Englendinga.
Chido Obi-Martin er ári yngri, fæddur í lok nóvember 2007. Hann er danskur unglingalandsliðsmaður.
Obi-Martin hefur spilað fimm leiki með U18 liði Manchester United í vetur og skorað í þeim fimm mörk. Obi-Martin skoraði 32 mörk í aðeins 18 leikjum með U18 liði Arsenal á tímabilinu í fyrra.