Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. janúar 2025 20:02 Fjögur af fimm dýrustu eignum ársins 2024 eru staðsett í Garðabæ. Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman fimm dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2024. Ódýrasta eignin af þeim seldist á 395 milljónir á meðan sú dýrasta seldist á 850 milljónir. Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar sérbýli staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar af þessum fimm eignum eru í Garðabæ og ein í Reykjavík. „Það er einmitt áhugavert að sjá ákveðin kynslóðaskipti þar sem margir af þeim sem byggðu sér hús á sínum tíma eru að minnka við sig og nýjar kynslóðir af efnuðum, yngri íslendingum eru að kaupa þessar eignir. Á listanum fyrir ári síðan var aðeins eitt hús í Garðabæ og flestar af hinum eignunum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll og nefnir að Garðabær, sérstaklega Akrahverfið, hafi verið með dýrustu hverfum landsins alla tíð. Páll Pálsson er fasteignasali tók saman lista með fimm dýrustu eignunum sem seldust árið 2024 miðað við þinglýsta kaupsamninga.Vísir/Vilhelm Grindavík ástæða fyrir aukinni sölu Páll segir fasteignaverð hafi hækkað töluvert milli ára, mest á stærri sérbýlum. „Það var um 8,5 prósent hækkun á fasteignaverði heilt yfir en sérbýli hækkuðu töluvert meira, eða um tíu prósent milli ára. Mesta hækkunin átti sér stað á fyrstu sex mánuðum ársins, en meðal fermetraverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er í kringum 684 þúsund, en 767 þúsund á eignum í fjölbýli,“ segir Páll. „Það var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en á árinu 2023, Markaðurinn árið 2024 var í raun tvískiptur þar sem var það var töluvert meiri sala á eignum fyrri hluta árs, frá janúar til 1. júlí. Ástæðan fyrir því er að það kom gríðarlega mikið af nýjum kaupendum inn á markaðinn sökum eldsumbrota í Grindavík og heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað húsnæði á frekar stuttum tíma,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá fimm dýrustu eignirnar sem seldust á árinu 2024. Mávanes 17 Dýrasta eignin sem seldist á árinu var 760 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Mávanes 17 á Arnarnesi í Garðabæ. Húsið seldist á 850 milljónir króna. Húsið var byggt árið 2012 og hannað af arkitektastofunni Gláma Kím. Húsið snýr að sjónum í suðurátt og er með stórbortið útsýni yfir hafið en arkitektarstofan hefur birt myndir af húsinu á vef sínum. Hannes Hilmarsson, einn af eigendum flugfélagsins Atlanta, og eiginkona hans, Guðrún Þráinsdóttir keyptu húsið af sjónvarpskonunni og eiganda Skot Production, Ingu Lind Karlsdóttur í marsmánuði. Ljósmynd/ Nanne Springer Vesturbrún 22 Næst dýrast eignin sem seldist á síðasta ári var einbýlishús við Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið seldist á 540 milljónir. Eignin 527 fermetrar að stærð og þykir með glæsilegri húsum í Reykjavík. Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi húsið til sendiráð Japans í marsmánuði, en Björgólfur og eiginkona hans heitin, Þóra Hallgrímsdóttir keyptu húsið árið 1994. Vísir/Arnar Votakur 1 Þar á eftir kemur reisulegt einbýlishús við Votakur 1 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið seldist á 430 milljónir. Um er að ræða 500 fermetra hús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2014, teiknað og hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. Húsið er búið öllum nútíma þægindum og má þar nefna, líkamsræktarherbergi, vínherbergi, heitum potti, gufu og bíóherbergi. Kornakur 8 Við Kornakur 8 í Arkahverfinu í Garðabæ stendur 535 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2007. Baldur H. Svavarsson arkitekt teiknaði húsið og Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um innanhússhönunina. Eignin var seld á 410 milljónir í febrúarmánuði, en það voru þau Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður og Sturla B. Johnsen heimilislæknir sem keyptu húsið. Hjálmakur 6 Ódýrasta eignin af þessum fimm glæsihúsum er glæsilegt einbýlishús við Hjálmakur 6 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið er 293 fermetrar á tveimur hæðum, byggt árið 2006, en það seldist á 395 milljónir. Eigandi hússins er Óttar Þórarinsson. Fasteignamarkaður Garðabær Reykjavík Fréttir ársins 2024 Hús og heimili Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar sérbýli staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar af þessum fimm eignum eru í Garðabæ og ein í Reykjavík. „Það er einmitt áhugavert að sjá ákveðin kynslóðaskipti þar sem margir af þeim sem byggðu sér hús á sínum tíma eru að minnka við sig og nýjar kynslóðir af efnuðum, yngri íslendingum eru að kaupa þessar eignir. Á listanum fyrir ári síðan var aðeins eitt hús í Garðabæ og flestar af hinum eignunum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll og nefnir að Garðabær, sérstaklega Akrahverfið, hafi verið með dýrustu hverfum landsins alla tíð. Páll Pálsson er fasteignasali tók saman lista með fimm dýrustu eignunum sem seldust árið 2024 miðað við þinglýsta kaupsamninga.Vísir/Vilhelm Grindavík ástæða fyrir aukinni sölu Páll segir fasteignaverð hafi hækkað töluvert milli ára, mest á stærri sérbýlum. „Það var um 8,5 prósent hækkun á fasteignaverði heilt yfir en sérbýli hækkuðu töluvert meira, eða um tíu prósent milli ára. Mesta hækkunin átti sér stað á fyrstu sex mánuðum ársins, en meðal fermetraverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er í kringum 684 þúsund, en 767 þúsund á eignum í fjölbýli,“ segir Páll. „Það var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en á árinu 2023, Markaðurinn árið 2024 var í raun tvískiptur þar sem var það var töluvert meiri sala á eignum fyrri hluta árs, frá janúar til 1. júlí. Ástæðan fyrir því er að það kom gríðarlega mikið af nýjum kaupendum inn á markaðinn sökum eldsumbrota í Grindavík og heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað húsnæði á frekar stuttum tíma,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá fimm dýrustu eignirnar sem seldust á árinu 2024. Mávanes 17 Dýrasta eignin sem seldist á árinu var 760 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Mávanes 17 á Arnarnesi í Garðabæ. Húsið seldist á 850 milljónir króna. Húsið var byggt árið 2012 og hannað af arkitektastofunni Gláma Kím. Húsið snýr að sjónum í suðurátt og er með stórbortið útsýni yfir hafið en arkitektarstofan hefur birt myndir af húsinu á vef sínum. Hannes Hilmarsson, einn af eigendum flugfélagsins Atlanta, og eiginkona hans, Guðrún Þráinsdóttir keyptu húsið af sjónvarpskonunni og eiganda Skot Production, Ingu Lind Karlsdóttur í marsmánuði. Ljósmynd/ Nanne Springer Vesturbrún 22 Næst dýrast eignin sem seldist á síðasta ári var einbýlishús við Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið seldist á 540 milljónir. Eignin 527 fermetrar að stærð og þykir með glæsilegri húsum í Reykjavík. Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi húsið til sendiráð Japans í marsmánuði, en Björgólfur og eiginkona hans heitin, Þóra Hallgrímsdóttir keyptu húsið árið 1994. Vísir/Arnar Votakur 1 Þar á eftir kemur reisulegt einbýlishús við Votakur 1 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið seldist á 430 milljónir. Um er að ræða 500 fermetra hús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2014, teiknað og hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. Húsið er búið öllum nútíma þægindum og má þar nefna, líkamsræktarherbergi, vínherbergi, heitum potti, gufu og bíóherbergi. Kornakur 8 Við Kornakur 8 í Arkahverfinu í Garðabæ stendur 535 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2007. Baldur H. Svavarsson arkitekt teiknaði húsið og Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um innanhússhönunina. Eignin var seld á 410 milljónir í febrúarmánuði, en það voru þau Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður og Sturla B. Johnsen heimilislæknir sem keyptu húsið. Hjálmakur 6 Ódýrasta eignin af þessum fimm glæsihúsum er glæsilegt einbýlishús við Hjálmakur 6 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið er 293 fermetrar á tveimur hæðum, byggt árið 2006, en það seldist á 395 milljónir. Eigandi hússins er Óttar Þórarinsson.
Fasteignamarkaður Garðabær Reykjavík Fréttir ársins 2024 Hús og heimili Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira