Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2025 13:13 Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var fjármálaráðherra þegar flokkurinn fékk framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla öll skilyrði. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi. Framlög ríkisins til stjórnmálasamtaka hafa verið til háværrar umræðu frá því að Morgunblaðið greindi frá því að Flokkur fólksins hefði fengið 240 milljónir króna frá ríkinu, án þess að uppfylla skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá. Flokkurinn hefur enn ekki verið skráður á skrána. Vísir greindi svo frá því á mánudag að Flokkur fólksins hafi ekki verið eini flokkurinn sem þáði framlög án þess að uppfylla skilyrðið. Þannig fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar framlög árið 2022 áður en flokkarnir voru skráðir á stjórnmálasamtakaskrá, Sósíalistar árin 2022 og 2023 og Vinstri græn árin 2022, 2023 og 2024. Telja sig hafa uppfyllt öll skilyrði Á þriðjudag gaf Sjálfstæðisflokkurinn út yfirlýsingu þess efnis að flokkurinn „liti svo á“ að hann hefði uppfyllt öll skilyrði laga til að fá framlag úr ríkissjóði árið 2022 og innan þeirra tímamarka sem lög kveða á um. Flokkurinn var skráður á stjórnmálasamtakaskrá þann 8. apríl árið 2022, rúmum tveimur mánuðum eftir að hann fékk greitt úr ríkissjóði. Í yfirlýsingunni segir að eyðublað um skráningu flokka sem stjórnmálasamtaka hjá ríkisskattstjóra hafi ekki verið tilbúið fyrr en 12. janúar 2022. Ekki hafi verið kveðið á um að skráningin þyrfti að fara fram innan ákveðins tíma. „Af eðli fjárlaga leiðir að það þurfti að vera innan ársins sem fjárheimildin nær yfir,“ segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins. Tekið skal fram að lögin sem gerðu skráningu sem stjórnmálasamtök að skilyrði fyrir ríkisstyrk tóku gildi sumarið 2021. Lögunum var breytt til bráðabirgða skömmu síðar þannig að skráningin væri ekki skilyrði fyrir greiðslum fyrir árið 2021. Skráningin var skilyrði fyrir því að flokkar fengju greitt fyrir árið 2022 frá 1. janúar það ár. Í lögunum segir að framlög skuli greidd út fyrir 25. janúar ár hvert. Kveðið hefur verið á um þá dagsetningu í lögunum frá 2018. Þrátt fyrir það voru framlögin ekki greidd fyrr en 1. febrúar árið 2022. Bættu um betur í fréttabréfi Að kvöldi þriðjudags barst Sjálfstæðismönnum fréttabréf í tölvubréfi. Þar er helst fjallað um komandi landsfund flokksins um næstu mánaðamót, hvernig sótt er um seturétt á landsfundi og minnt á framboðsfrest í stjórnir málefnanefnda. Þá er komið inn á fréttaflutning um fjárframlög til Sjálfstæðisflokksins árið 2022. Þar segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brugðist strax við þegar Skatturinn opnaði fyrir skráningu hinn 12. janúar og skilað skráningu nokkru síðar, ásamt öllum skýringum og gögnum sem lögin kváðu á um. Þetta hafi verið gert eftir að vinnu var lokið við greiningu á annað hundrað einingum flokksins og reglum. „Misbrestur hefur verið í umfjöllun um að 25. janúar 2022 hafi verið lokafrestur skila á gögnum. Svo er ekki. Engin dagsetning var gefin út um hvenær skila skyldi gögnunum enda voru engar athugasemdir gerðar við skráningu flokksins.“ Hér ber að athuga að hvergi er minnst á lokafrest í lögunum til að skila gögnum, enda er hvergi kveðið á um skyldu til skráningar í lögunum. Skráning á stjórmálasamtakaskrá er með öllu valkvæð samkvæmt lögunum. Hún er hins vegar forsenda fyrir því að fá framlög úr ríkissjóði. Byggt á misskilningi en staðfest af ráðuneytinu „Allt tal um að flokkurinn hafi fengið framlög árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga eru því úr lausu lofti gripnar og byggja í besta falli á misskilningi,“ segir í fréttabréfinu. Í lögunum segir eftirfarandi um skilyrði úthlutunar til stjórnmálasamtaka: „Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að viðkomandi stjórnmálasamtök séu skráð skv. I. kafla C, hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda skv. 8. og 9. gr. og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikning þeirra.“ Vísi lék forvitni á að vita hvaða flokkar uppfylltu þessi skilyrði þegar framlög voru greidd út árið 2022. Í svari við fyrirspurn frá fjármálaráðuneytinu segir að níu flokkar hafi fengið framlög úr ríkissjóði og þau hafi verið greidd út þann 1. febrúar. „Skv. upplýsingum frá ríkisskattstjóra höfðu, á þeim tímapunkti sem greiðslan var innt af hendi, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur verið færð á skrána. Sjálfstæðisflokkur og Píratar fengu skráningu síðar sama ár.“ Ráðuneytið skriplaði á skötu Í svarinu segir að við yfirferð verklags við greiðslu framlags til stjórnmálasamtaka hafi komið í ljós sá misbrestur að ekki var réttilega gætt að skráningu á stjórnmálasamtakaskrá. Bætt hafi verið úr því með nýju verklagi. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á þriðjudag að viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í ráðuneytinu áður en framlögin voru greidd út. Allir flokkar sem fengu greitt uppfylltu önnur skilyrði Daði Már sagði einnig að málið væri enn til skoðunar inni í ráðuneytinu og að þangað til þeirri yfirferð líkur muni hann ekki tjá sig um mögulega endurgreiðslukröfu á hendur þeim flokkum sem ekki uppfylltu öll skilyrði. Í svari ráðuneytisins segir að öll samtök sem fengu framlag greitt árið 2022 hafi uppfyllt önnur skilyrði laga um upplýsingagjöf við Ríkisendurskoðun og að Ríkisendurskoðun hafi birt ársreikning þeirra. Þá segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þýðingar þess ef skilyrði um skráningu var ekki uppfyllt á útgreiðsludegi, en það sé til skoðunar hjá ráðuneytinu. Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Formaður Framsóknarflokksins kallar eftir því að ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka verði rannsakaðir í kjölfar umfjöllunar um að nokkrir flokkar hafi fengið slíka styrki án þess að uppfylla skilyrði laga. Hann vill að flokkar sem hafa fengið þannig greitt verði látnir endurgreiða styrkina. 28. janúar 2025 08:42 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Framlög ríkisins til stjórnmálasamtaka hafa verið til háværrar umræðu frá því að Morgunblaðið greindi frá því að Flokkur fólksins hefði fengið 240 milljónir króna frá ríkinu, án þess að uppfylla skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá. Flokkurinn hefur enn ekki verið skráður á skrána. Vísir greindi svo frá því á mánudag að Flokkur fólksins hafi ekki verið eini flokkurinn sem þáði framlög án þess að uppfylla skilyrðið. Þannig fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar framlög árið 2022 áður en flokkarnir voru skráðir á stjórnmálasamtakaskrá, Sósíalistar árin 2022 og 2023 og Vinstri græn árin 2022, 2023 og 2024. Telja sig hafa uppfyllt öll skilyrði Á þriðjudag gaf Sjálfstæðisflokkurinn út yfirlýsingu þess efnis að flokkurinn „liti svo á“ að hann hefði uppfyllt öll skilyrði laga til að fá framlag úr ríkissjóði árið 2022 og innan þeirra tímamarka sem lög kveða á um. Flokkurinn var skráður á stjórnmálasamtakaskrá þann 8. apríl árið 2022, rúmum tveimur mánuðum eftir að hann fékk greitt úr ríkissjóði. Í yfirlýsingunni segir að eyðublað um skráningu flokka sem stjórnmálasamtaka hjá ríkisskattstjóra hafi ekki verið tilbúið fyrr en 12. janúar 2022. Ekki hafi verið kveðið á um að skráningin þyrfti að fara fram innan ákveðins tíma. „Af eðli fjárlaga leiðir að það þurfti að vera innan ársins sem fjárheimildin nær yfir,“ segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins. Tekið skal fram að lögin sem gerðu skráningu sem stjórnmálasamtök að skilyrði fyrir ríkisstyrk tóku gildi sumarið 2021. Lögunum var breytt til bráðabirgða skömmu síðar þannig að skráningin væri ekki skilyrði fyrir greiðslum fyrir árið 2021. Skráningin var skilyrði fyrir því að flokkar fengju greitt fyrir árið 2022 frá 1. janúar það ár. Í lögunum segir að framlög skuli greidd út fyrir 25. janúar ár hvert. Kveðið hefur verið á um þá dagsetningu í lögunum frá 2018. Þrátt fyrir það voru framlögin ekki greidd fyrr en 1. febrúar árið 2022. Bættu um betur í fréttabréfi Að kvöldi þriðjudags barst Sjálfstæðismönnum fréttabréf í tölvubréfi. Þar er helst fjallað um komandi landsfund flokksins um næstu mánaðamót, hvernig sótt er um seturétt á landsfundi og minnt á framboðsfrest í stjórnir málefnanefnda. Þá er komið inn á fréttaflutning um fjárframlög til Sjálfstæðisflokksins árið 2022. Þar segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brugðist strax við þegar Skatturinn opnaði fyrir skráningu hinn 12. janúar og skilað skráningu nokkru síðar, ásamt öllum skýringum og gögnum sem lögin kváðu á um. Þetta hafi verið gert eftir að vinnu var lokið við greiningu á annað hundrað einingum flokksins og reglum. „Misbrestur hefur verið í umfjöllun um að 25. janúar 2022 hafi verið lokafrestur skila á gögnum. Svo er ekki. Engin dagsetning var gefin út um hvenær skila skyldi gögnunum enda voru engar athugasemdir gerðar við skráningu flokksins.“ Hér ber að athuga að hvergi er minnst á lokafrest í lögunum til að skila gögnum, enda er hvergi kveðið á um skyldu til skráningar í lögunum. Skráning á stjórmálasamtakaskrá er með öllu valkvæð samkvæmt lögunum. Hún er hins vegar forsenda fyrir því að fá framlög úr ríkissjóði. Byggt á misskilningi en staðfest af ráðuneytinu „Allt tal um að flokkurinn hafi fengið framlög árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga eru því úr lausu lofti gripnar og byggja í besta falli á misskilningi,“ segir í fréttabréfinu. Í lögunum segir eftirfarandi um skilyrði úthlutunar til stjórnmálasamtaka: „Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að viðkomandi stjórnmálasamtök séu skráð skv. I. kafla C, hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda skv. 8. og 9. gr. og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikning þeirra.“ Vísi lék forvitni á að vita hvaða flokkar uppfylltu þessi skilyrði þegar framlög voru greidd út árið 2022. Í svari við fyrirspurn frá fjármálaráðuneytinu segir að níu flokkar hafi fengið framlög úr ríkissjóði og þau hafi verið greidd út þann 1. febrúar. „Skv. upplýsingum frá ríkisskattstjóra höfðu, á þeim tímapunkti sem greiðslan var innt af hendi, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur verið færð á skrána. Sjálfstæðisflokkur og Píratar fengu skráningu síðar sama ár.“ Ráðuneytið skriplaði á skötu Í svarinu segir að við yfirferð verklags við greiðslu framlags til stjórnmálasamtaka hafi komið í ljós sá misbrestur að ekki var réttilega gætt að skráningu á stjórnmálasamtakaskrá. Bætt hafi verið úr því með nýju verklagi. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á þriðjudag að viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í ráðuneytinu áður en framlögin voru greidd út. Allir flokkar sem fengu greitt uppfylltu önnur skilyrði Daði Már sagði einnig að málið væri enn til skoðunar inni í ráðuneytinu og að þangað til þeirri yfirferð líkur muni hann ekki tjá sig um mögulega endurgreiðslukröfu á hendur þeim flokkum sem ekki uppfylltu öll skilyrði. Í svari ráðuneytisins segir að öll samtök sem fengu framlag greitt árið 2022 hafi uppfyllt önnur skilyrði laga um upplýsingagjöf við Ríkisendurskoðun og að Ríkisendurskoðun hafi birt ársreikning þeirra. Þá segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þýðingar þess ef skilyrði um skráningu var ekki uppfyllt á útgreiðsludegi, en það sé til skoðunar hjá ráðuneytinu.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Formaður Framsóknarflokksins kallar eftir því að ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka verði rannsakaðir í kjölfar umfjöllunar um að nokkrir flokkar hafi fengið slíka styrki án þess að uppfylla skilyrði laga. Hann vill að flokkar sem hafa fengið þannig greitt verði látnir endurgreiða styrkina. 28. janúar 2025 08:42 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30
Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Formaður Framsóknarflokksins kallar eftir því að ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka verði rannsakaðir í kjölfar umfjöllunar um að nokkrir flokkar hafi fengið slíka styrki án þess að uppfylla skilyrði laga. Hann vill að flokkar sem hafa fengið þannig greitt verði látnir endurgreiða styrkina. 28. janúar 2025 08:42