Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Bjarki Sigurðsson skrifar 29. janúar 2025 19:00 Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova með soninn. Sá var aldeilis lúinn þegar fréttastofa kíkti á þau, enda hlýtur það að taka á að fæðast í háloftunum. Rétt er að taka fram að hann er að geispa á myndinni, en ekki að gráta. Vísir/Bjarni Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna. Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova eru frá Úsbekistan en búa í Ohio í Bandaríkjunum. Þau voru um borð í flugvél Uzbekistan Airways á leið til New York í gær ásamt fjórum börnum sínum þegar Sevara, sem var komin átta mánuði á leið, fann að eitthvað væri að. „Ég tók dóttur mína upp og þá fann ég verk í maganum. Svo sá ég að það kom blóð. Ég sagði flugfreyjunni það og að barnið væri að koma. Það var mikið áfall,“ segir Sevara. Áhöfnin athugaði hvort læknir væri um borð og viti menn, þeir voru þrír og ein ljósmóðir. Sevara telur að einungis korteri síðar hafi sonur þeirra hjóna komið í heiminn. Vélin var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þau breiddu yfir hana og svo heyrðum við barnið gráta. Svo sá ég að þarna var barnið, nýfætt barn. Allir í flugvélinni klöppuðu,“ segir Bakhtiyor. Fjölskyldan ásamt áhöfninni eftir ótrúlega fæðingu. Rúmlega sjötíu börn hafa fæðst í háloftunum síðan það gerðist fyrst árið 1929. Áhöfn vélarinnar ákvað að snúa henni við og lenda á Keflavíkurflugvelli þaðan sem Sevara og sonurinn voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel og þau stefna á að komast heim til Bandaríkjanna fyrir helgi. Bakhtiyor segist mjög stoltur af eiginkonu sinni og þau þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað þau síðastliðinn sólarhring. „Fólkið er mjög gott. Mjög gott. Ég hef komið til margra landa en þar er fólkið ekki svona. Ég er hrifinn af þessum stað,“ segir Bakhtiyor. Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Úsbekistan Barnalán Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova eru frá Úsbekistan en búa í Ohio í Bandaríkjunum. Þau voru um borð í flugvél Uzbekistan Airways á leið til New York í gær ásamt fjórum börnum sínum þegar Sevara, sem var komin átta mánuði á leið, fann að eitthvað væri að. „Ég tók dóttur mína upp og þá fann ég verk í maganum. Svo sá ég að það kom blóð. Ég sagði flugfreyjunni það og að barnið væri að koma. Það var mikið áfall,“ segir Sevara. Áhöfnin athugaði hvort læknir væri um borð og viti menn, þeir voru þrír og ein ljósmóðir. Sevara telur að einungis korteri síðar hafi sonur þeirra hjóna komið í heiminn. Vélin var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þau breiddu yfir hana og svo heyrðum við barnið gráta. Svo sá ég að þarna var barnið, nýfætt barn. Allir í flugvélinni klöppuðu,“ segir Bakhtiyor. Fjölskyldan ásamt áhöfninni eftir ótrúlega fæðingu. Rúmlega sjötíu börn hafa fæðst í háloftunum síðan það gerðist fyrst árið 1929. Áhöfn vélarinnar ákvað að snúa henni við og lenda á Keflavíkurflugvelli þaðan sem Sevara og sonurinn voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel og þau stefna á að komast heim til Bandaríkjanna fyrir helgi. Bakhtiyor segist mjög stoltur af eiginkonu sinni og þau þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað þau síðastliðinn sólarhring. „Fólkið er mjög gott. Mjög gott. Ég hef komið til margra landa en þar er fólkið ekki svona. Ég er hrifinn af þessum stað,“ segir Bakhtiyor.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Úsbekistan Barnalán Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira