City tryggði sér sæti í umspilinu í lokaumferð riðlakeppninnar og fær afar verðugt verkefni þar gegn Evrópumeisturum Real Madrid.
Celtic, sem stóð sig vel í riðlakeppninni, mætir Bayern München. Silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, Borussia Dortmund, dróst gegn Sporting.
Þrjú frönsk lið eru í umspilinu og tvö þeirra mætast innbyrðis; Brest og Paris Saint-Germain. Þá eigast Monaco og Benfica við en sigurvegarinn mætir annað hvort Liverpool eða Barcelona í sextán liða úrslitunum.
Þá mætast Club Brugge og Atalanta, Juventus og PSV Eindhoven og Feyenoord og AC Milan.
Umspil um sæti í sextán liða úrslitum
- Brest - PSG
- Club Brugge - Atalanta
- Man. City - Real Madrid
- Juventus - PSV
- Feyenoord - Milan
- Celtic - Bayern München
- Sporting - Dortmund
- Monaco - Benfica
Liðin mætast heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram 11. og 12. febrúar og þeir seinni 18. og 19. febrúar.
Dregið verður í sextán liða úrslitin 21. febrúar. Fyrri leikirnir fara fram 4. og 5. mars og seinni leikirnir 11. og 12. mars.