Vonskuveður framundan Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. janúar 2025 21:02 Haraldur þurfti bæði að halda í húfuna og handriði út af roki. Vonskuveður á öllu landinu er framundan í kortunum að sögn veðurfræðings. Veðrið í dag hafði mikil áhrif á flugumferð. „Það má segja í meginatriðunum að það sé ein eða ein og hálf lægð á dag í kortunum eins langt og má sjá. Þetta verða tómir umhleypingar og þetta eru alvöru vetrarlægðir. Það er stormur í þeim öllum,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Hlý sunnanátt sé á leiðinni sem gæti leitt til úrhellisrigningu. „Á mánudag og miðvikudag verða líklega hressandi gusur með hlýindum, mjög hvössum vindi og úrhellisrigningu. Svona inn á milli að þá dúrar aðeins útsynning og éljagang.“ Versta veðrið verði líklega á Suður- og Vesturlandi. „Það verður ekkert blíðskaparveður neins staðar á landinu,“ segir Haraldur. „Það er kannski betra að vera heima og lesa bók.“ Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fékk að finna fyrir úrhellisrigningu og roki þegar hann ræddi við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umtalsverðar raskanir á flugi Flestum flugferðum í dag var aflýst eftir hádegi. Flugvélarnar hafi því náð til Evrópu en sitja nú þar fastar. „Við náðum að fljúga til hádegis í dag eftir stöðvuðum við flug. Það var orðið það hvasst víða á landinu og komið í rauninni slæm veðurskilyrði yfir landinu sjálfu, í rauninni ófært til þess að vera á flugi þannig að við stoppuðum flug og tökum stöðuna upp úr sama tíma um hádegi á morgun,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Ferðaáætlanir margra röskuðust vegna aflýstra fluga. „Þetta hefur áhrif á gríðarlegan fjölda, þetta eru hátt í tvö þúsund manns sem að verða fyrir áhrifum með einum eða öðrum hætti en þetta er í rauninni besta lausnin til að tryggja að fólk komist á sína áfangastaði frekar en að vera fast hérna í mögulegri gistingu hérna á Íslandi ef að verðrið færi á versta veg,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að flugfélagið hafi ákveðin tæki og tól til að koma fólki á áfangastaði sína með öðrum leiðinum. Samt sem áður getur veðrið haft umtalsverðar raskanir. Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Það má segja í meginatriðunum að það sé ein eða ein og hálf lægð á dag í kortunum eins langt og má sjá. Þetta verða tómir umhleypingar og þetta eru alvöru vetrarlægðir. Það er stormur í þeim öllum,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Hlý sunnanátt sé á leiðinni sem gæti leitt til úrhellisrigningu. „Á mánudag og miðvikudag verða líklega hressandi gusur með hlýindum, mjög hvössum vindi og úrhellisrigningu. Svona inn á milli að þá dúrar aðeins útsynning og éljagang.“ Versta veðrið verði líklega á Suður- og Vesturlandi. „Það verður ekkert blíðskaparveður neins staðar á landinu,“ segir Haraldur. „Það er kannski betra að vera heima og lesa bók.“ Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fékk að finna fyrir úrhellisrigningu og roki þegar hann ræddi við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umtalsverðar raskanir á flugi Flestum flugferðum í dag var aflýst eftir hádegi. Flugvélarnar hafi því náð til Evrópu en sitja nú þar fastar. „Við náðum að fljúga til hádegis í dag eftir stöðvuðum við flug. Það var orðið það hvasst víða á landinu og komið í rauninni slæm veðurskilyrði yfir landinu sjálfu, í rauninni ófært til þess að vera á flugi þannig að við stoppuðum flug og tökum stöðuna upp úr sama tíma um hádegi á morgun,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Ferðaáætlanir margra röskuðust vegna aflýstra fluga. „Þetta hefur áhrif á gríðarlegan fjölda, þetta eru hátt í tvö þúsund manns sem að verða fyrir áhrifum með einum eða öðrum hætti en þetta er í rauninni besta lausnin til að tryggja að fólk komist á sína áfangastaði frekar en að vera fast hérna í mögulegri gistingu hérna á Íslandi ef að verðrið færi á versta veg,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að flugfélagið hafi ákveðin tæki og tól til að koma fólki á áfangastaði sína með öðrum leiðinum. Samt sem áður getur veðrið haft umtalsverðar raskanir.
Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira