Vonskuveður framundan Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. janúar 2025 21:02 Haraldur þurfti bæði að halda í húfuna og handriði út af roki. Vonskuveður á öllu landinu er framundan í kortunum að sögn veðurfræðings. Veðrið í dag hafði mikil áhrif á flugumferð. „Það má segja í meginatriðunum að það sé ein eða ein og hálf lægð á dag í kortunum eins langt og má sjá. Þetta verða tómir umhleypingar og þetta eru alvöru vetrarlægðir. Það er stormur í þeim öllum,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Hlý sunnanátt sé á leiðinni sem gæti leitt til úrhellisrigningu. „Á mánudag og miðvikudag verða líklega hressandi gusur með hlýindum, mjög hvössum vindi og úrhellisrigningu. Svona inn á milli að þá dúrar aðeins útsynning og éljagang.“ Versta veðrið verði líklega á Suður- og Vesturlandi. „Það verður ekkert blíðskaparveður neins staðar á landinu,“ segir Haraldur. „Það er kannski betra að vera heima og lesa bók.“ Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fékk að finna fyrir úrhellisrigningu og roki þegar hann ræddi við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umtalsverðar raskanir á flugi Flestum flugferðum í dag var aflýst eftir hádegi. Flugvélarnar hafi því náð til Evrópu en sitja nú þar fastar. „Við náðum að fljúga til hádegis í dag eftir stöðvuðum við flug. Það var orðið það hvasst víða á landinu og komið í rauninni slæm veðurskilyrði yfir landinu sjálfu, í rauninni ófært til þess að vera á flugi þannig að við stoppuðum flug og tökum stöðuna upp úr sama tíma um hádegi á morgun,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Ferðaáætlanir margra röskuðust vegna aflýstra fluga. „Þetta hefur áhrif á gríðarlegan fjölda, þetta eru hátt í tvö þúsund manns sem að verða fyrir áhrifum með einum eða öðrum hætti en þetta er í rauninni besta lausnin til að tryggja að fólk komist á sína áfangastaði frekar en að vera fast hérna í mögulegri gistingu hérna á Íslandi ef að verðrið færi á versta veg,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að flugfélagið hafi ákveðin tæki og tól til að koma fólki á áfangastaði sína með öðrum leiðinum. Samt sem áður getur veðrið haft umtalsverðar raskanir. Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Það má segja í meginatriðunum að það sé ein eða ein og hálf lægð á dag í kortunum eins langt og má sjá. Þetta verða tómir umhleypingar og þetta eru alvöru vetrarlægðir. Það er stormur í þeim öllum,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Hlý sunnanátt sé á leiðinni sem gæti leitt til úrhellisrigningu. „Á mánudag og miðvikudag verða líklega hressandi gusur með hlýindum, mjög hvössum vindi og úrhellisrigningu. Svona inn á milli að þá dúrar aðeins útsynning og éljagang.“ Versta veðrið verði líklega á Suður- og Vesturlandi. „Það verður ekkert blíðskaparveður neins staðar á landinu,“ segir Haraldur. „Það er kannski betra að vera heima og lesa bók.“ Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fékk að finna fyrir úrhellisrigningu og roki þegar hann ræddi við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umtalsverðar raskanir á flugi Flestum flugferðum í dag var aflýst eftir hádegi. Flugvélarnar hafi því náð til Evrópu en sitja nú þar fastar. „Við náðum að fljúga til hádegis í dag eftir stöðvuðum við flug. Það var orðið það hvasst víða á landinu og komið í rauninni slæm veðurskilyrði yfir landinu sjálfu, í rauninni ófært til þess að vera á flugi þannig að við stoppuðum flug og tökum stöðuna upp úr sama tíma um hádegi á morgun,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Ferðaáætlanir margra röskuðust vegna aflýstra fluga. „Þetta hefur áhrif á gríðarlegan fjölda, þetta eru hátt í tvö þúsund manns sem að verða fyrir áhrifum með einum eða öðrum hætti en þetta er í rauninni besta lausnin til að tryggja að fólk komist á sína áfangastaði frekar en að vera fast hérna í mögulegri gistingu hérna á Íslandi ef að verðrið færi á versta veg,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að flugfélagið hafi ákveðin tæki og tól til að koma fólki á áfangastaði sína með öðrum leiðinum. Samt sem áður getur veðrið haft umtalsverðar raskanir.
Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira