Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 07:33 Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í hverfi í Fíladelfíuborg. AP Sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum skömmu eftir að hafa tekið á loft í nótt. Sex farþegar voru um borð og ekki er ljóst hvort einhver þeirra lifði af. Eldur kviknaði í nærliggjandi íbúðarhúsum við slysstað. AP greinir frá. Flugvélin var tveggja hreyfla af gerðinni Learjet 55 og átti að flytja barn sem var nýbúið að hljóta meðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Auk barnsins voru móðir þess og fjórir starfsmenn Jet Rescue Air Ambulance um borð í flugvélinni. Allir um borð voru frá Mexikó. „Við getum ekki staðfest neina eftirlifendur,“ sagði Shai Gold, talsmaður fyrirtækisins Jet Rescue Air Ambulance sem sér um sjúkraflug og átti flugvélina. Starfsmennirnir fjórir hafi verið reyndir í faginu sagði talsmaðurinn. Flugvélin hrapaði til jarðar við gatnamót nálægt Roosevelt-verslunarmiðstöð í hinu þéttbýla hverfi Rhawnhurst. Flugvélin var á leið til Springfield-Branson-flugvallar í Missouri til að sækja eldsneyti en lokaáfangastaður flugsins var Tijuana í Mexíkó. Sex fluttir á sjúkrahús Ekki liggur fyrir hvort einhver á jörðu niðri slasaðist í flugslysinu en að minnsta kosti sex voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi í borginni. Jennifer Reardon, talsmaður Temple-háskólasjúkrahúss, sagði sex hafa hlotið aðhlynningu vegna slyssins. Þrír þeirra hafi svo verið útskrifaðir og ástand hinna þriggja sé stöðugt. Hins vegar var ekki hægt að greina frá því hverjir áverkar fólksins voru né hvar fólkið var þegar það hlaut þá. Flugslysið átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir eitt mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna þegar farþegaflugvél með sextíu farþega um borð hrapaði í Potomac-á fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu. Fimmtán mánuðir eru síðan flugvél á vegum Jet Rescue fór af flugbraut í Morelos í Mexíkó með þeim afleiðingum að hún lenti utan í nærliggjandi hlíð og fimm létu lífið. Donald Trump bandaríkjaforseti brást við flugslysinu á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann sagði: „Svo sorglegt að sjá flugvélina hrapa til jarðar í Fíladelfíu.“ Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
AP greinir frá. Flugvélin var tveggja hreyfla af gerðinni Learjet 55 og átti að flytja barn sem var nýbúið að hljóta meðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Auk barnsins voru móðir þess og fjórir starfsmenn Jet Rescue Air Ambulance um borð í flugvélinni. Allir um borð voru frá Mexikó. „Við getum ekki staðfest neina eftirlifendur,“ sagði Shai Gold, talsmaður fyrirtækisins Jet Rescue Air Ambulance sem sér um sjúkraflug og átti flugvélina. Starfsmennirnir fjórir hafi verið reyndir í faginu sagði talsmaðurinn. Flugvélin hrapaði til jarðar við gatnamót nálægt Roosevelt-verslunarmiðstöð í hinu þéttbýla hverfi Rhawnhurst. Flugvélin var á leið til Springfield-Branson-flugvallar í Missouri til að sækja eldsneyti en lokaáfangastaður flugsins var Tijuana í Mexíkó. Sex fluttir á sjúkrahús Ekki liggur fyrir hvort einhver á jörðu niðri slasaðist í flugslysinu en að minnsta kosti sex voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi í borginni. Jennifer Reardon, talsmaður Temple-háskólasjúkrahúss, sagði sex hafa hlotið aðhlynningu vegna slyssins. Þrír þeirra hafi svo verið útskrifaðir og ástand hinna þriggja sé stöðugt. Hins vegar var ekki hægt að greina frá því hverjir áverkar fólksins voru né hvar fólkið var þegar það hlaut þá. Flugslysið átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir eitt mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna þegar farþegaflugvél með sextíu farþega um borð hrapaði í Potomac-á fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu. Fimmtán mánuðir eru síðan flugvél á vegum Jet Rescue fór af flugbraut í Morelos í Mexíkó með þeim afleiðingum að hún lenti utan í nærliggjandi hlíð og fimm létu lífið. Donald Trump bandaríkjaforseti brást við flugslysinu á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann sagði: „Svo sorglegt að sjá flugvélina hrapa til jarðar í Fíladelfíu.“
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira