100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2025 20:04 Fulltrúar Bláskógabyggðar, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðis og Helgi Kjartansson, oddviti. Með þeim eru bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða en þeir heita frá vinstri, Ármann Magnús Ármannsson, Ívar Jensson og Guðmundur Loftsson, sem er borstjóri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla. Reykholt er byggðakjarni í Bláskógabyggð þar sem íbúum fjölgar stöðugt enda mikið byggt á staðnum. Þar eru líka öflugar garðyrkjustöðvar og því stór lottóvinningur að finna allt þetta heita vatn í ört stækkandi samfélagi. Það voru starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á Selfossi, sem fundu allt þetta heita vatn með bornum Trölla. „Við vorum afskaplega heppin, fengum vatn í fyrstu tilraun, 15 til 20 sekúndu lítra af hundrað gráðu heitu vatni, þannig að við erum gríðarlega ánægð með árangurinn,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Við erum náttúrulega búin að vera að vinna í þessu með Ísor núna í tvö ár að staðsetja svona vinnsluholur, tókum prufuholur,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar (t.v.) og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem eru að sjálfsögðu hæstánægðir með að hafa fundið allt þetta heita vatn í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddvitinn segir að heita vatnið eigi eftir að nýtast mjög vel. „Já, já, það mun náttúrulega nýtast í Reykholti í íbúðabyggðina og garðyrkjuna. Okkur hefur fjölgað svo mikið að við þurfum á þessu vatni að halda og við sjáum fram á enn meiri stækkun en okkur hefur fjölgað um 56% í Reykholti frá 2020. Og frá 2020 höfum við líka úthlutað lóðum fyrir um 100 íbúðir,” bætir Helgi við. Ármann Magnús hefur staðið vaktina í Reykholti með sínum mönnum, sem fundu heita vatnið en brosið fer ekki af þeim síðan, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heita vatnið fannst á 392 metra dýpi. En Bláskógabyggð ætlar að láta bora meira eftir heitu vatni og nú á að fara með borinn Trölla á Laugarvatn og freista þess að finna líka vatn þar á planinu við Menntaskólann að Laugarvatni. Vatnið er 100 gráðu heitt og mun nýtast vel í allri uppbyggingu í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Vatn Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Reykholt er byggðakjarni í Bláskógabyggð þar sem íbúum fjölgar stöðugt enda mikið byggt á staðnum. Þar eru líka öflugar garðyrkjustöðvar og því stór lottóvinningur að finna allt þetta heita vatn í ört stækkandi samfélagi. Það voru starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á Selfossi, sem fundu allt þetta heita vatn með bornum Trölla. „Við vorum afskaplega heppin, fengum vatn í fyrstu tilraun, 15 til 20 sekúndu lítra af hundrað gráðu heitu vatni, þannig að við erum gríðarlega ánægð með árangurinn,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Við erum náttúrulega búin að vera að vinna í þessu með Ísor núna í tvö ár að staðsetja svona vinnsluholur, tókum prufuholur,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar (t.v.) og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem eru að sjálfsögðu hæstánægðir með að hafa fundið allt þetta heita vatn í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddvitinn segir að heita vatnið eigi eftir að nýtast mjög vel. „Já, já, það mun náttúrulega nýtast í Reykholti í íbúðabyggðina og garðyrkjuna. Okkur hefur fjölgað svo mikið að við þurfum á þessu vatni að halda og við sjáum fram á enn meiri stækkun en okkur hefur fjölgað um 56% í Reykholti frá 2020. Og frá 2020 höfum við líka úthlutað lóðum fyrir um 100 íbúðir,” bætir Helgi við. Ármann Magnús hefur staðið vaktina í Reykholti með sínum mönnum, sem fundu heita vatnið en brosið fer ekki af þeim síðan, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heita vatnið fannst á 392 metra dýpi. En Bláskógabyggð ætlar að láta bora meira eftir heitu vatni og nú á að fara með borinn Trölla á Laugarvatn og freista þess að finna líka vatn þar á planinu við Menntaskólann að Laugarvatni. Vatnið er 100 gráðu heitt og mun nýtast vel í allri uppbyggingu í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Vatn Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira