„Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. febrúar 2025 19:32 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/ Jón Gautur Þór Þorlákshöfn vann Hauka með minnsta mun 99-100 á útivelli. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var fyrsti sigur Þórs á útivelli síðan 24. október. „Við erum búnir að tapa með þremur stigum eða minna á móti Njarðvík, KR og ÍR. Það var sætt að vinna einn jafnan leik og við vorum búnir að tapa tveimur í röð og það var gott að vinna Hauka í Ólafssal og þetta er lið sem vann Tindastól á heimavelli,“ sagði Lárus ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem Haukar gerðu 37 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 15 stig í öðrum leikhluta. „Það var meiri ákefð varnarlega. Við vorum að gefa ákveðnum leikmönnum skot sem voru að hitta. Ég held að þeir hafi verið með 75 prósent skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta og við spiluðum betri vörn í öðrum leikhluta. Þriðji leikhluti var síðan góður fyrir utan síðustu tvær mínúturnar sem varð til þess að Haukar komust aftur inn í leikinn.“ Lárus fór yfir æsispennandi lokamínútu þar sem Þór hafði öllu að tapa að hans mati á meðan Haukar höfðu engu að tapa. „Þetta var naglbítur. Þeir voru komnir með blóð á tennurnar í fjórða leikhluta og þeir eru að reyna að bjarga sér frá falli og þetta er lið sem hefur engu að tapa og við höfðum öllu að tapa.“ „Við vorum orðnir stressaðir um það hvort við myndum ná að klára þetta eða ekki. Þeir voru að sækja sigurinn og höfðum engu að tapa. Þeim fannst þetta gaman, hjá okkur var þetta erfitt og svona eru bara íþróttir og það var meiri pressa á okkur í fjórða leikhluta.“ Nikolas Tomsick var hetja Þórs þar sem hann gerði sigurkörfuna ásamt því að gera 20 stig í fyrri hálfleik „Það voru margar stórar körfur í lokin. Mér fannst Mustapha Heron gera vel líka og hann setti fjögur stig þegar við þurftum á því að halda. Það var flott hjá Tomisck að klára þetta en Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik,“ sagði Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn Bónus-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sjá meira
„Við erum búnir að tapa með þremur stigum eða minna á móti Njarðvík, KR og ÍR. Það var sætt að vinna einn jafnan leik og við vorum búnir að tapa tveimur í röð og það var gott að vinna Hauka í Ólafssal og þetta er lið sem vann Tindastól á heimavelli,“ sagði Lárus ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem Haukar gerðu 37 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 15 stig í öðrum leikhluta. „Það var meiri ákefð varnarlega. Við vorum að gefa ákveðnum leikmönnum skot sem voru að hitta. Ég held að þeir hafi verið með 75 prósent skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta og við spiluðum betri vörn í öðrum leikhluta. Þriðji leikhluti var síðan góður fyrir utan síðustu tvær mínúturnar sem varð til þess að Haukar komust aftur inn í leikinn.“ Lárus fór yfir æsispennandi lokamínútu þar sem Þór hafði öllu að tapa að hans mati á meðan Haukar höfðu engu að tapa. „Þetta var naglbítur. Þeir voru komnir með blóð á tennurnar í fjórða leikhluta og þeir eru að reyna að bjarga sér frá falli og þetta er lið sem hefur engu að tapa og við höfðum öllu að tapa.“ „Við vorum orðnir stressaðir um það hvort við myndum ná að klára þetta eða ekki. Þeir voru að sækja sigurinn og höfðum engu að tapa. Þeim fannst þetta gaman, hjá okkur var þetta erfitt og svona eru bara íþróttir og það var meiri pressa á okkur í fjórða leikhluta.“ Nikolas Tomsick var hetja Þórs þar sem hann gerði sigurkörfuna ásamt því að gera 20 stig í fyrri hálfleik „Það voru margar stórar körfur í lokin. Mér fannst Mustapha Heron gera vel líka og hann setti fjögur stig þegar við þurftum á því að halda. Það var flott hjá Tomisck að klára þetta en Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik,“ sagði Lárus að lokum.
Þór Þorlákshöfn Bónus-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sjá meira