Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. febrúar 2025 07:20 Ekki tókst samkomulag um innanhússtillöguna sem ríkissáttasemjari lagði fram fyrir helgi. Vilhelm Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Þetta varð ljóst eftir að samningfundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hafði lagt fram innanhússtillögu í lok síðustu viku sem samninganefndir sveitarfélaga- og ríkis höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um. Á heimasíðu KÍ er haft eftir formanninum Magnúsi Þór Jónssyni að það séu kennurum mikil vonbrigði að aðilar hafi ekki náð að klára verkefnið og þar með forða verkföllum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná samningum en allt kom fyrir ekki. Nú stöndum við öll saman. Áfram KÍ,“ segir Magnús Þór. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að strandað hefði á kröfum kennara um að gera frekari launabreytingar en gerði hafði verið ráð fyrir í tillögunni og féllust viðsemjendur eirra ekki á það. Ástráður segist ekki gera ráð fyrir að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar á tveggja vikna fresti. Nú eru verkföll því hafin á fjórtán leikskólum í ellefu sveitarfélögum og eru þau ótímabundin. Í grunnskólum eru verkföllin hinsvegar tímabundin og standa til 21. febrúar í sumum skólum en til 26. febrúar í öðrum, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Grunnskólarnir sem um ræðir eru Árbæjarskóli, Garðaskóli í Garðabæ, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Engjaskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Lindaskóli í Kópavogi. Á heimasíðu Kennarasambandsins segir ennfremur að þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði, megi gera ráð fyrir að nú hefjist undirbúningur frekari verkfallsaðgerða í fleiri skólum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að samningfundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hafði lagt fram innanhússtillögu í lok síðustu viku sem samninganefndir sveitarfélaga- og ríkis höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um. Á heimasíðu KÍ er haft eftir formanninum Magnúsi Þór Jónssyni að það séu kennurum mikil vonbrigði að aðilar hafi ekki náð að klára verkefnið og þar með forða verkföllum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná samningum en allt kom fyrir ekki. Nú stöndum við öll saman. Áfram KÍ,“ segir Magnús Þór. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að strandað hefði á kröfum kennara um að gera frekari launabreytingar en gerði hafði verið ráð fyrir í tillögunni og féllust viðsemjendur eirra ekki á það. Ástráður segist ekki gera ráð fyrir að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar á tveggja vikna fresti. Nú eru verkföll því hafin á fjórtán leikskólum í ellefu sveitarfélögum og eru þau ótímabundin. Í grunnskólum eru verkföllin hinsvegar tímabundin og standa til 21. febrúar í sumum skólum en til 26. febrúar í öðrum, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Grunnskólarnir sem um ræðir eru Árbæjarskóli, Garðaskóli í Garðabæ, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Engjaskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Lindaskóli í Kópavogi. Á heimasíðu Kennarasambandsins segir ennfremur að þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði, megi gera ráð fyrir að nú hefjist undirbúningur frekari verkfallsaðgerða í fleiri skólum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39
„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27
Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28