Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2025 11:54 Frá þorrablóti Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi síðastliðið föstudagskvöld. Guðrún Erlingsdóttir Hátt í tvö hundruð manns hafa tilkynnt um veikindi eftir að hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Sama veisluþjónusta kom að báðum þorrablótum, en sýni úr matvælum eru enn til rannsóknar. Þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi fór fram síðastliðinn föstudag. Tæplega 200 gestir sóttu blótið. Daginn eftir fór annað þorrablót fram, þá í Þorlákshöfn, sem um 160 manns sóttu. Hljómsveitin Allt í einu hélt uppi mikilli stemmningu á þorrablótinu í Þorlákshöfn. Því miður urðu sumir veislugestir veikir eftir blótið.Allt í einu Fyrst var greint frá veikindum í kjölfar þorrablóts Hvatar í gær en nú liggur fyrir að tugir gesta á seinna blótinu hafi einnig tilkynnt um veikindi. Samskipti við veisluþjónustuna prýðileg Formaður þorrablótsnefndar Hvatar segir fyrsta viðbragð hafa verið að leiðbeina fólki um að tilkynna veikindi sín. „Við tilkynntum þetta til heilbrigðiseftirlits Suðurlands og höfum verið að vinna með þeim og verið að veita upplýsingar eins og þarf,“ segir Birgir Leó Ólafsson, formaður þorrablótsnefndar Hvatar. Þungt hljóð sé í fólki í samfélaginu vegna málsins. „Þeir sem lenda í þessu, að veikjast, eru auðvitað ekki ánægðir og líður bara ekki vel.“ Grunur er um matarborna sýkingu, en sama veisluþjónusta sá um bæði blót. Þó liggur ekki fyrir hvort um matvælaborna sýkingu var að ræða. Birgir segir viðbrögð veisluþjónustunnar hafa verið til fyrirmyndar. „Samskiptin sem hafa farið fram hingað til hafa verið mjög opin og mér finnst þeirra viðbragð hafa verið mjög gott.“ Enn að átta sig á umfanginu Rannsókn málsins er nýhafin en sóttvarnalæknir, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Matvælastofnun koma að henni. Forstjóri MAST hvetur fólk sem var á þorrablótunum til að tilkynna um veikindi ef þau koma upp. Greining á sýnum úr matvælum liggi ekki fyrir. Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar.vísir/egill „Við getum í raun og veru ekki svarað núna hvaða orsakavaldur er fyrir þessari sýkingu,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST. „Ég held að tilkynningar séu að detta í 200 manns, en við erum ennþá að ná utan um umfangið.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Þorrablót Þorramatur Matur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi fór fram síðastliðinn föstudag. Tæplega 200 gestir sóttu blótið. Daginn eftir fór annað þorrablót fram, þá í Þorlákshöfn, sem um 160 manns sóttu. Hljómsveitin Allt í einu hélt uppi mikilli stemmningu á þorrablótinu í Þorlákshöfn. Því miður urðu sumir veislugestir veikir eftir blótið.Allt í einu Fyrst var greint frá veikindum í kjölfar þorrablóts Hvatar í gær en nú liggur fyrir að tugir gesta á seinna blótinu hafi einnig tilkynnt um veikindi. Samskipti við veisluþjónustuna prýðileg Formaður þorrablótsnefndar Hvatar segir fyrsta viðbragð hafa verið að leiðbeina fólki um að tilkynna veikindi sín. „Við tilkynntum þetta til heilbrigðiseftirlits Suðurlands og höfum verið að vinna með þeim og verið að veita upplýsingar eins og þarf,“ segir Birgir Leó Ólafsson, formaður þorrablótsnefndar Hvatar. Þungt hljóð sé í fólki í samfélaginu vegna málsins. „Þeir sem lenda í þessu, að veikjast, eru auðvitað ekki ánægðir og líður bara ekki vel.“ Grunur er um matarborna sýkingu, en sama veisluþjónusta sá um bæði blót. Þó liggur ekki fyrir hvort um matvælaborna sýkingu var að ræða. Birgir segir viðbrögð veisluþjónustunnar hafa verið til fyrirmyndar. „Samskiptin sem hafa farið fram hingað til hafa verið mjög opin og mér finnst þeirra viðbragð hafa verið mjög gott.“ Enn að átta sig á umfanginu Rannsókn málsins er nýhafin en sóttvarnalæknir, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Matvælastofnun koma að henni. Forstjóri MAST hvetur fólk sem var á þorrablótunum til að tilkynna um veikindi ef þau koma upp. Greining á sýnum úr matvælum liggi ekki fyrir. Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar.vísir/egill „Við getum í raun og veru ekki svarað núna hvaða orsakavaldur er fyrir þessari sýkingu,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST. „Ég held að tilkynningar séu að detta í 200 manns, en við erum ennþá að ná utan um umfangið.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Þorrablót Þorramatur Matur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira