Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2025 21:15 Skrifaði undir hjá Dortmund í dag og var lánaður til FCK í kjölfarið. Alexandre Simoes/Getty Images FC Kaupmannahöfn, topplið efstu deildar danska fótboltans, virðist loks hafa fundið lausnina á markmannsvandræðum sínum. Diant Ramaj er kominn á láni frá Borussia Dortmund, Theo Sander er farinn á láni til Hvidovre og þá virðist sem Rúnar Alex Rúnarsson verði áfram sem þriðji markvörður liðsins. Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að FCK vildi losna við Rúnar Alex Rúnarsson, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Hann virtist ekki í myndinni þegar undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins hófst í janúar og þá virtist FCK vilja fá annan mann í búrið heldur en Nathan Trott. Sá hafði verið keyptur frá Vejle síðasta sumar þar sem hann var valinn besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar Alex hafði fengið fá tækifæri með liðinu og virtist sem Englendingurinn Trott ætti stöðuna. Slök frammistaða hans leiddi til þess að táningurinn Theo Sander fékk tækifærið undir lok síðasta árs en hann virtist aftur kominn út í kuldann þegar snúið var til baka eftir jólafrí. Hinn 18 ára gamli Oscar Buur stóð vaktina í fyrsta æfingaleik liðsins á árinu þegar Lyngby kom í heimsókn. Varð Buur fyrir því óláni að puttabrotna í leiknum og verður því frá keppni næstu vikurnar. Í kvöld var svo staðfest að hinn 23 ára gamli Diant Ramaj sé kominn á láni frá Borussia Dortmund. Þýska félagið keypti hann frá Ajax en vill gefa honum spiltíma meðan Gregor Kobel er markvörður númer 1. Hjá FCK mun hann vera hluti af liði sem er í baráttunni um báða titlana þar í landi sem og í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Welcome to Copenhagen, Diant Ramaj 💪🏻🧤Read more about the transfer in your FCK App📲#fcklive pic.twitter.com/IkAlyYmxkQ— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Þá hefur Theo Sander verið lánaður til B-deildarliðs Hvidovre það sem eftir lifir tímabils svo sem stendur eru Ramaj, Trott og Rúnar Alex þeir þrír markverðir sem munu berjast um stöðuna. Theo Sander lejes ud til Hvidovre IFF.C. København lejer Theo Sander ud til Hvidovre IF for resten af sæsonen, og den 20-årige målmand skal optræde i 1. division frem til sommerferien. Læs mere her⤵️https://t.co/phVyGUv8QE#fcklive— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Eins og staðan er í dag má reikna með að Rúnar Alex sé því þriðji markvörður liðsins. Ef sagan hefur þó kennt okkur eitthvað er það að hlutir geta breyst hratt í fótboltaheiminum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að FCK vildi losna við Rúnar Alex Rúnarsson, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Hann virtist ekki í myndinni þegar undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins hófst í janúar og þá virtist FCK vilja fá annan mann í búrið heldur en Nathan Trott. Sá hafði verið keyptur frá Vejle síðasta sumar þar sem hann var valinn besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar Alex hafði fengið fá tækifæri með liðinu og virtist sem Englendingurinn Trott ætti stöðuna. Slök frammistaða hans leiddi til þess að táningurinn Theo Sander fékk tækifærið undir lok síðasta árs en hann virtist aftur kominn út í kuldann þegar snúið var til baka eftir jólafrí. Hinn 18 ára gamli Oscar Buur stóð vaktina í fyrsta æfingaleik liðsins á árinu þegar Lyngby kom í heimsókn. Varð Buur fyrir því óláni að puttabrotna í leiknum og verður því frá keppni næstu vikurnar. Í kvöld var svo staðfest að hinn 23 ára gamli Diant Ramaj sé kominn á láni frá Borussia Dortmund. Þýska félagið keypti hann frá Ajax en vill gefa honum spiltíma meðan Gregor Kobel er markvörður númer 1. Hjá FCK mun hann vera hluti af liði sem er í baráttunni um báða titlana þar í landi sem og í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Welcome to Copenhagen, Diant Ramaj 💪🏻🧤Read more about the transfer in your FCK App📲#fcklive pic.twitter.com/IkAlyYmxkQ— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Þá hefur Theo Sander verið lánaður til B-deildarliðs Hvidovre það sem eftir lifir tímabils svo sem stendur eru Ramaj, Trott og Rúnar Alex þeir þrír markverðir sem munu berjast um stöðuna. Theo Sander lejes ud til Hvidovre IFF.C. København lejer Theo Sander ud til Hvidovre IF for resten af sæsonen, og den 20-årige målmand skal optræde i 1. division frem til sommerferien. Læs mere her⤵️https://t.co/phVyGUv8QE#fcklive— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Eins og staðan er í dag má reikna með að Rúnar Alex sé því þriðji markvörður liðsins. Ef sagan hefur þó kennt okkur eitthvað er það að hlutir geta breyst hratt í fótboltaheiminum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira