Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 07:31 Nico Gonzalez er mættur til Manchester City frá Porto en hann er uppalinn hjá Barcelona. Getty/Jose Manuel Alvarez Rey Ensku úrvalsdeildarfélögin, með Englandsmeistara Manchester City í broddi fylkingar, vörðu mun meira fjármagni í leikmenn í vetrarglugganum en félög í öðrum fótboltadeildum. Félagaskiptaglugganum var lokað í gærkvöld en áður en að því kom höfðu ensku félögin samtals eytt um það bil 370 milljónum punda í leikmenn, samkvæmt frétt BBC. Það nemur samtals um 65 milljörðum króna. Manchester City keypti fjóra leikmenn fyrir samtals um 180 milljónir punda, og eyddi því um það bil sömu upphæð í leikmenn og öll hin 19 félögin í ensku úrvalsdeildinni til samans. Þau nýttu mörg hver lánssamninga til að styrkja sína hópa fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. City festi kaup á miðjumanninum Nico Gonzalez, sem uppalinn er í La Masia hjá Barcelona, frá Porto fyrir 50 milljónir punda í gær. Áður hafði félagið keypt Omar Marmoush frá Frankfurt fyrir 59 milljónir punda, Vitor Reis frá Palmeiras fyrir 29,6 milljónir punda og Abdukodir Khusanov frá Lens fyrir 33,6 milljónir punda. Þá keypti félagið Claudio Echeverri, U17-landsliðsmann Argentínu, frá River Plate fyrir 12,5 milljónir punda en lánaði hann strax aftur til River Plate. Eftir að hafa haldið að sér höndum síðasta sumar, og selt Julian Alvarez til Atlético Madrid og Joao Cancelo til Al-Hilal, er nettó eyðsla City vegna þessa keppnistímabils 67 milljónir punda. Félagið hefur hins vegar ekki eytt jafnmiklu í leikmenn í einum glugga eins og nú, síðan 225 milljónir punda fóru í leikmenn sumarið 2017. Á eftir ensku úrvalsdeildinni eyddu félög í ítölsku A-deildinni mestu í leikmenn en þó helmingi minna, eða jafnvirði tæplega 184 milljóna punda. Frönsku félögin vörðu 169 milljónum punda í leikmenn og í 4. sæti er sádi-arabíska deildin því félögin þar vörðu 144 milljónum punda í leikmenn, aðeins meira en félögin í þýsku deildinni. Spænsku félögin eyddu aðeins tæplega 22 milljónum punda í leikmenn. Enski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Félagaskiptaglugganum var lokað í gærkvöld en áður en að því kom höfðu ensku félögin samtals eytt um það bil 370 milljónum punda í leikmenn, samkvæmt frétt BBC. Það nemur samtals um 65 milljörðum króna. Manchester City keypti fjóra leikmenn fyrir samtals um 180 milljónir punda, og eyddi því um það bil sömu upphæð í leikmenn og öll hin 19 félögin í ensku úrvalsdeildinni til samans. Þau nýttu mörg hver lánssamninga til að styrkja sína hópa fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. City festi kaup á miðjumanninum Nico Gonzalez, sem uppalinn er í La Masia hjá Barcelona, frá Porto fyrir 50 milljónir punda í gær. Áður hafði félagið keypt Omar Marmoush frá Frankfurt fyrir 59 milljónir punda, Vitor Reis frá Palmeiras fyrir 29,6 milljónir punda og Abdukodir Khusanov frá Lens fyrir 33,6 milljónir punda. Þá keypti félagið Claudio Echeverri, U17-landsliðsmann Argentínu, frá River Plate fyrir 12,5 milljónir punda en lánaði hann strax aftur til River Plate. Eftir að hafa haldið að sér höndum síðasta sumar, og selt Julian Alvarez til Atlético Madrid og Joao Cancelo til Al-Hilal, er nettó eyðsla City vegna þessa keppnistímabils 67 milljónir punda. Félagið hefur hins vegar ekki eytt jafnmiklu í leikmenn í einum glugga eins og nú, síðan 225 milljónir punda fóru í leikmenn sumarið 2017. Á eftir ensku úrvalsdeildinni eyddu félög í ítölsku A-deildinni mestu í leikmenn en þó helmingi minna, eða jafnvirði tæplega 184 milljóna punda. Frönsku félögin vörðu 169 milljónum punda í leikmenn og í 4. sæti er sádi-arabíska deildin því félögin þar vörðu 144 milljónum punda í leikmenn, aðeins meira en félögin í þýsku deildinni. Spænsku félögin eyddu aðeins tæplega 22 milljónum punda í leikmenn.
Enski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira