Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:00 Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar. Íslenska þjóðin er fjölbreytt og sundurlynd, stundum er sagt að við séum öll smákóngar sem reki hornin saman reglulega. Það er sama hvert málefnið er; aðild að Evrópusambandinu, kvótakerfið eða ananas á pítsu, þjóðin klofnar í andstæðar fylkingar og það er ekkert hálfkák, annað hvort ertu með eða á móti. 1975 lagði stór hluti íslenskra kvenna niður störf í einn dag, þær horfðu bálreiðar um öxl og kröfðust sömu launa fyrir sömu störf. Og þjóðin var klofin, með og á móti. Hálfri öld síðar fara stórar kvennastéttir í verkföll, krefjast endurmats á störfum og að menntun verði metin til launa. Enn sinna konur ólaunaðri umönnun aldraðra og veikra. Enn er þriðja vaktin að stærstum hluta á þeirra borði. Þættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sýna okkur þó að framfarir hafa orðið, í það minnsta geta flestir karlmenn nú boðið upp á kaffi þó konan sé ekki heima. 1980 var ekki nema um þriðjungur atkvæða greiddur Vigdísi í forsetakjöri. Þjóðin var svo sannarlega klofin þá. ,,Óhæft að hafa einstæða móður á Bessastöðum! Hvernig á manneskjan að vera forseti bara með eitt brjóst!” Fyrr en varði var hún orðin forseti okkar allra. Jafningi kóngafólks, alþýðleg innanlands, leiðtogi og stuðningur á sorgarstundum. Stórkostleg fyrirmynd og sameiningartákn. Og þó við, þessi örþjóð sem við erum, séum oft á öndverðum meiði og rífumst eins og hundar og kettir, þá stöndum við sem ein heild þegar hörmungar dynja yfir. Þá erum við hluti samfélags, finnum til og veitum stuðning. Hjálpumst að. Um þetta sáum við falleg dæmi í áföllum síðasta árs. Við erum þjóð sem þekkir stór áföll og sorgir. Við búum í óútreiknanlegu landi og höfum þurft að takast á við óblíð náttúruöfl. Þá slá hjörtu okkar í takt og eitthvað svo sterkt og fallegt leysist úr læðingi. Við tökum á og róum að sama marki. ,,Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Ný heimildarmynd um snjóflóðin í Súðavík kippir áhorfendum harkalega þrjátíu ár aftur í tímann. Það má vera hjartalaus manneskja sem ekki fellir tár yfir þeirri upprifjun. Þessi hræðilegi janúardagur. Og annar hræðilegur dagur í október. Gjöreyðing, sundrun húsa og fjölskyldna. Og allt fólkið sem við misstum, öll börnin. Snjóflóðin 1995 voru vendipunktur á svo margan hátt. Eftir það er oftar rýmt og alvaran er meiri, síðan þá hafa risið ótrúleg mannvirki um allt land til að verjast ofanflóðum. Síðan þá þekkjum við áfallahjálp. Og í öllum vanmættinum sem lamaði þjóðina, þá, já einmitt þá, var það Vigdís sem talaði til okkar. Sem sýndi stillingu og svo einlæga hluttekningu. Hún bjó sjálf að persónulegri reynslu af áfalli, reiðarslagi fjölskyldu, kannski einmitt þess vegna átti hún auðvelt með að umfaðma og leiða samfélagið, þjóðina alla í þessari djúpu sorg. Í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís ekki hafa hugsað sér að hafa þjóðina á brjósti. En í áföllunum 1995 held ég að hún hafi einmitt lagt sorgmædda þjóðarsál að brjósti sér. Takk Vigdís. Höfundur er lítið brot af íslenskri þjóðarsál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Finnbogadóttir Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar. Íslenska þjóðin er fjölbreytt og sundurlynd, stundum er sagt að við séum öll smákóngar sem reki hornin saman reglulega. Það er sama hvert málefnið er; aðild að Evrópusambandinu, kvótakerfið eða ananas á pítsu, þjóðin klofnar í andstæðar fylkingar og það er ekkert hálfkák, annað hvort ertu með eða á móti. 1975 lagði stór hluti íslenskra kvenna niður störf í einn dag, þær horfðu bálreiðar um öxl og kröfðust sömu launa fyrir sömu störf. Og þjóðin var klofin, með og á móti. Hálfri öld síðar fara stórar kvennastéttir í verkföll, krefjast endurmats á störfum og að menntun verði metin til launa. Enn sinna konur ólaunaðri umönnun aldraðra og veikra. Enn er þriðja vaktin að stærstum hluta á þeirra borði. Þættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sýna okkur þó að framfarir hafa orðið, í það minnsta geta flestir karlmenn nú boðið upp á kaffi þó konan sé ekki heima. 1980 var ekki nema um þriðjungur atkvæða greiddur Vigdísi í forsetakjöri. Þjóðin var svo sannarlega klofin þá. ,,Óhæft að hafa einstæða móður á Bessastöðum! Hvernig á manneskjan að vera forseti bara með eitt brjóst!” Fyrr en varði var hún orðin forseti okkar allra. Jafningi kóngafólks, alþýðleg innanlands, leiðtogi og stuðningur á sorgarstundum. Stórkostleg fyrirmynd og sameiningartákn. Og þó við, þessi örþjóð sem við erum, séum oft á öndverðum meiði og rífumst eins og hundar og kettir, þá stöndum við sem ein heild þegar hörmungar dynja yfir. Þá erum við hluti samfélags, finnum til og veitum stuðning. Hjálpumst að. Um þetta sáum við falleg dæmi í áföllum síðasta árs. Við erum þjóð sem þekkir stór áföll og sorgir. Við búum í óútreiknanlegu landi og höfum þurft að takast á við óblíð náttúruöfl. Þá slá hjörtu okkar í takt og eitthvað svo sterkt og fallegt leysist úr læðingi. Við tökum á og róum að sama marki. ,,Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Ný heimildarmynd um snjóflóðin í Súðavík kippir áhorfendum harkalega þrjátíu ár aftur í tímann. Það má vera hjartalaus manneskja sem ekki fellir tár yfir þeirri upprifjun. Þessi hræðilegi janúardagur. Og annar hræðilegur dagur í október. Gjöreyðing, sundrun húsa og fjölskyldna. Og allt fólkið sem við misstum, öll börnin. Snjóflóðin 1995 voru vendipunktur á svo margan hátt. Eftir það er oftar rýmt og alvaran er meiri, síðan þá hafa risið ótrúleg mannvirki um allt land til að verjast ofanflóðum. Síðan þá þekkjum við áfallahjálp. Og í öllum vanmættinum sem lamaði þjóðina, þá, já einmitt þá, var það Vigdís sem talaði til okkar. Sem sýndi stillingu og svo einlæga hluttekningu. Hún bjó sjálf að persónulegri reynslu af áfalli, reiðarslagi fjölskyldu, kannski einmitt þess vegna átti hún auðvelt með að umfaðma og leiða samfélagið, þjóðina alla í þessari djúpu sorg. Í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís ekki hafa hugsað sér að hafa þjóðina á brjósti. En í áföllunum 1995 held ég að hún hafi einmitt lagt sorgmædda þjóðarsál að brjósti sér. Takk Vigdís. Höfundur er lítið brot af íslenskri þjóðarsál.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun