Eiga von á um 10 þúsund gestum Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2025 09:04 Frá UT-messunni í Hörpu á síðasta ári. UTmessan Reiknað er með að um 10 þúsund gestir muni sækja UTmessuna sem verður haldin í fimmtánda sinn næstkomandi föstudag og laugardag. Í tilkynningu kemur fram að UTmessan sé tvískipt í ráðstefnudag og tæknidag, en milli klukkan 8:30 og 18:30 á föstudag er ráðstefna fyrir fólk í upplýsingatækni. „Uppselt er á ráðstefnuna þar sem liðlega 50 fyrirlesarar stíga á stokk og rúmlega 1.200 gestir sækja. Á laugardeginum verður tæknidagur kl. 11-16, en þar verða fjölbreyttir viðburðir og sýning þar sem 60 tæknifyrirtæki og háskólar sýna búnað sinn og hugvit. Tæknidagurinn á laugardag er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Sextándu UT-verðlaunin Við dagslok á ráðstefnudeginum, 7. febrúar í Hörpu, verður sérstök verðlaunahátíð og UT-verðlaun Ský afhent í 16. skipti. Átján vinnustaðir og verkefni í sex flokkum eru tilnefnd til UT-verðlaunanna, sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir. Einnig verða veitt aðalverðlaun UT-verðlaunanna, heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hraðstefnumót á ráðstefnudegi Meðal nýjunga á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar eru hraðstefnumót þar sem ráðstefnugestir geta brotið upp daginn og myndað nýjar faglegar tengingar undir leiðsögn, lyfturæður fyrirtækja um markverða áfanga í starfsemi þeirra, sameinuð hlaðvarpsútsending sem fjallar um gervigreind og framtíðina. Lalli töframaður í Eldborg Ský og Advania með beinni útsendingu og viðtölum frá ráðstefnunni og pallborð vísindafólks Stærsta einstaka atriðið á tæknidegi UTmessunnar 8. febrúar, sem er ókeypis og opinn almenningi, eru sýningar með yfirskriftinni „Töfrandi tækni með Lalla töframanni“, sem haldnar verða í Eldborg nokkrum sinnum yfir daginn. Jafnframt verða í gangi örkynningar frá 11:30 til 15:00 og hönnunarkeppni Háskóla Íslands frá kl. 12:00. Mikið verður um leiki, getraunir og fleira skemmtilegt á sýningarbásum fyrirtækjanna, en þeir verða um 60 talsins. Tvíþættur tilgangur Tilgangur UTmessunnar er tvíþættur. Annars vegar að ná saman fagfólki í þekkingariðnaði á ráðstefnudegi og vera helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í þessum geira hér á landi. Ráðstefnudagurinn færir 1.200 gestum um 50 fyrirlestra og fjölbreytta sýningu 60 tæknifyrirtækja að þessu sinni. Ráðstefnudagurinn á föstudag stendur yfir frá kl. 8:30 til 18:30. Hins vegar er tæknidagur UTmessunnar stærsti viðburðinn árlega í því mikilvæga verkefni að kynna tækni og nýsköpun fyrir yngri kynslóðinni og vekja áhuga hennar á að velja tæknigreinar í menntun og atvinnu til framtíðar. Tæknidagurinn verður opinn frá kl. 11-16 á laugardag,“ segir í tilkynningunni. Ráðstefnur á Íslandi Harpa Upplýsingatækni Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að UTmessan sé tvískipt í ráðstefnudag og tæknidag, en milli klukkan 8:30 og 18:30 á föstudag er ráðstefna fyrir fólk í upplýsingatækni. „Uppselt er á ráðstefnuna þar sem liðlega 50 fyrirlesarar stíga á stokk og rúmlega 1.200 gestir sækja. Á laugardeginum verður tæknidagur kl. 11-16, en þar verða fjölbreyttir viðburðir og sýning þar sem 60 tæknifyrirtæki og háskólar sýna búnað sinn og hugvit. Tæknidagurinn á laugardag er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Sextándu UT-verðlaunin Við dagslok á ráðstefnudeginum, 7. febrúar í Hörpu, verður sérstök verðlaunahátíð og UT-verðlaun Ský afhent í 16. skipti. Átján vinnustaðir og verkefni í sex flokkum eru tilnefnd til UT-verðlaunanna, sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir. Einnig verða veitt aðalverðlaun UT-verðlaunanna, heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hraðstefnumót á ráðstefnudegi Meðal nýjunga á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar eru hraðstefnumót þar sem ráðstefnugestir geta brotið upp daginn og myndað nýjar faglegar tengingar undir leiðsögn, lyfturæður fyrirtækja um markverða áfanga í starfsemi þeirra, sameinuð hlaðvarpsútsending sem fjallar um gervigreind og framtíðina. Lalli töframaður í Eldborg Ský og Advania með beinni útsendingu og viðtölum frá ráðstefnunni og pallborð vísindafólks Stærsta einstaka atriðið á tæknidegi UTmessunnar 8. febrúar, sem er ókeypis og opinn almenningi, eru sýningar með yfirskriftinni „Töfrandi tækni með Lalla töframanni“, sem haldnar verða í Eldborg nokkrum sinnum yfir daginn. Jafnframt verða í gangi örkynningar frá 11:30 til 15:00 og hönnunarkeppni Háskóla Íslands frá kl. 12:00. Mikið verður um leiki, getraunir og fleira skemmtilegt á sýningarbásum fyrirtækjanna, en þeir verða um 60 talsins. Tvíþættur tilgangur Tilgangur UTmessunnar er tvíþættur. Annars vegar að ná saman fagfólki í þekkingariðnaði á ráðstefnudegi og vera helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í þessum geira hér á landi. Ráðstefnudagurinn færir 1.200 gestum um 50 fyrirlestra og fjölbreytta sýningu 60 tæknifyrirtækja að þessu sinni. Ráðstefnudagurinn á föstudag stendur yfir frá kl. 8:30 til 18:30. Hins vegar er tæknidagur UTmessunnar stærsti viðburðinn árlega í því mikilvæga verkefni að kynna tækni og nýsköpun fyrir yngri kynslóðinni og vekja áhuga hennar á að velja tæknigreinar í menntun og atvinnu til framtíðar. Tæknidagurinn verður opinn frá kl. 11-16 á laugardag,“ segir í tilkynningunni.
Ráðstefnur á Íslandi Harpa Upplýsingatækni Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira