Enski boltinn

„Þetta er orðið mun verra og það kemur á ó­vart“

Aron Guðmundsson skrifar
Gary Neville er áhyggjufullur um stöðu Manchester United
Gary Neville er áhyggjufullur um stöðu Manchester United Vísir/Samsett mynd

Spark­s­pekingurinn Gary Nevil­le, fyrr­verandi leik­maður Manchester United, fer ekki fögrum orðum um stöðuna hjá sínu fyrr­verandi félagi. Segir hana verri núna undir þjálfaranum Rúben Amorim heldur en þegar að Erik ten Hag hélt utan um stjórnar­taumana.

Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karla­liðs félagsins og tók hann við stjórnar­taumunum af Hollendingnum Erik ten Hag.

Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðar­stórt verk­efnið væri hjá Manchester Unti­ed. Óhætt er að segja að sam­starfið hafi ekki farið vel af stað.

Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úr­vals­deildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfið­lega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Unti­ed er, við.

Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úr­vals­deildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistara­deildarsæti.

„Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Nevil­le í hlað­varpsþætti sínum, the Gary Nevil­le Pod­cast. „Ég hélt að eld­móðurinn og nýja kerfið myndi fá leik­menn til þess að kaupa þessa hug­mynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð al­gjöra and­stæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“

Nevil­le telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tíma­bilsins áður en þeir skána.

„Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leik­mönnum þína hug­mynda­fræði. Þá sem hann talaði um við upp­haf tíma síns hjá Manchester United.“

Leik­menn þurfi að kaupa hug­mynda­fræði þjálfarans.

„En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagn­rýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðnings­menn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leik­menn niður á þann stað að þeir tapa trú á hug­mynda­fræðinni.

Það mun skemma upp­haf næsta tíma­bils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er til­búinn að deyja á þeirri hæð. Og það rétti­lega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Unti­ed heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×