Handbolti

Viktor Gísli næst bestur á HM

Valur Páll Eiríksson skrifar
Viktor Gísli og frú eftir lokaleik Íslands á HM, við Argentínu.
Viktor Gísli og frú eftir lokaleik Íslands á HM, við Argentínu. Vísir/Vilhelm

Viktor Gísli Hallgrímsson var næst besti markvörður heimsmeistaramóts karla í handbolta samkvæmt tölfræðinni. Aðeins Daninn Emil Nielsen varði hlutfallslega meira.

Viktor Gísli var verðlaunaður sem maður leiksins í þremur af sex leikjum Íslands á mótinu og vakti töluverða athygli fyrir framgöngu sína. Hann varði hlutfallslega næst flest skot allra markvarða á mótinu.

Viktor Gísli varði 67 af 167 skotum sem hann fékk á sig, sem gerir 40,1 prósent.

Danski markvörðurinn Emil Nielsen var bestur markvarða mótsins en hann lokaði rammanum í upphafi úrslitaleiks Dana við Króata sem lagði grunninn að öruggum sigri þeirra dönsku. Nielsen varði 125 af 294 skotum, 42,5 prósent.

Norðmaðurinn Torbjørn Bergerud varð í þriðja sæti og þar á eftir eru þýsku markverðirnir David Späth og Andreas Wolff.

15 bestu markmenn mótsins samkvæmt hlutfallsmarkvörslu eru eftirfarandi:

Emil Nielsen, Danmörku, 42,5% – 125/294 (9).

Viktor Gísli Hallgrímsson, 40,1% – 67/167 (6).

Torbjørn Bergerud, Noregi, 39,5% – 59/149 (6).

David Späth, Þýskalandi, 38,6% – 41/106 (7).

Andreas Wolff, Þýskalandi, 37,8% – 76/201 (7).

Marcel Jastrzbski, Póllandi, 37,1% – 42/113 (7).

Rangel Da Rosa, Brasilíu, 36% – 71/191 (7).

Mateus Nascimento, Brasilíu, 36% – 35/97 (7).

Urban Lesjak, Slóveníu, 35,7% – 20/56 (4).

Dominik Kuzmanović, Króatíu, 35,6% – 88/247 (9).

Marko Kizikj, N-Makedóníu, 34% – 31/91 (5).

Tomas Mrkva, Tékklandi, 33,5% – 51/152 (6).

Sergey Hernandez, Spáni, 33,3% – 37/111 (6).

László Bartucz, Ungverjalandi, 33,3% – 14/42 (3).

Nikola Portner, Sviss, 33,1% – 62/187 (6).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×