Hún starfi lengi á blaðinu og var forsetafrúin Dorrit Moussaieff oft á tíðum til umræðu í tímaritinu.
„Hún elskaði Séð og heyrt,“ segir Lilja og heldur áfram.
„Hún var alltaf til og aldrei feimin en það er mjög minnisstætt á Grímunni þá fór ég ásamt ljósmyndara til að fá allar upplýsingar frá fólki í hverju það væri, frá hvaða merki fatnaðurinn væri. Dorrit vippar bara hálskraganum fram og sýnir mér merkið, og segir kíktu bara á þetta sjálf,“ segir Lilja.
„Hún var alltaf svo frjálsleg og það var alltaf svo gaman. Hún var eiginlega Séð og heyrt stúlkan.“
Um er að ræða sex þætti um sögu Séð & heyrt í 20 ár, í umsjón Þorsteins J. Tveir þættir eftir og eru þeir á dagskrá á sunnudögum klukkan 19:00.