Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. febrúar 2025 20:32 Björgunarsveitarmenn landsins munu að öllum líkindum hafa í nógu að snúast næstu daga. Myndin er úr safni. Vísir/Viktor Freyr Aftakaveður er í kortunum á öllu landinu næstu daga og verulegar raskanir verða á flugsamgöngum. Björgunarsveitir hafa þegar hafið undirbúning vegna yfirvofandi óveðurs. Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu landinu í kvöld en síðdegis á morgun verður farið að bera á appelsínugulum viðvörunum víðast hvar á landinu. Aðfaranótt fimmtudags verður allt landið undirlagt af slíkum viðvörunum, þar sem von er á sunnan illviðri með roki eða jafnvel ofsaveðri. Icelandair hefur aflýst 38 ferðum á morgun og fimmtudag og seinkað öllu Evrópuflugi eftir hádegi á morgun. Play hefur aflýst öllum sínum ferðum á morgun nema þremur, en félagið gerir ráð fyrir óbreyttri áætlun á fimmtudag. Endurvinnslustöðvar Sorpu verða lokaðar á morgun, og var fólk hvatt til þess að fara í nauðsynlegar sorpuferðir fyrir lokun í dag. Í gærmorgun fór hviða sem mældist 54 metrar á sekúndu á Austurlandi og olli skemmdum. Illviðrinu hefur verið líkt við óveðrið í mars 2015. Hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum „Þetta er búið að vera í kortunum í svolítinn tíma. Sveitir, sérstaklega á Norðurlandi, hafa undirbúið sig fyrir þetta og farið sérstaklega yfir þann búnað sem gæti þurft að grípa til,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segist hafa mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. „Mönnum verður hætta á að verða værukærir af því að það hefur ekki verið stórviðrasamur vetur en það eru byggingarsvæði. Síðan náttúrulega hvetjum við aðra til þess að líta í kringum sig. Þetta brestur ekki á fyrr en upp úr hádegi á morgun. Það er tími til þess að huga að lausamunum og því sem gæti farið af stað.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu landinu í kvöld en síðdegis á morgun verður farið að bera á appelsínugulum viðvörunum víðast hvar á landinu. Aðfaranótt fimmtudags verður allt landið undirlagt af slíkum viðvörunum, þar sem von er á sunnan illviðri með roki eða jafnvel ofsaveðri. Icelandair hefur aflýst 38 ferðum á morgun og fimmtudag og seinkað öllu Evrópuflugi eftir hádegi á morgun. Play hefur aflýst öllum sínum ferðum á morgun nema þremur, en félagið gerir ráð fyrir óbreyttri áætlun á fimmtudag. Endurvinnslustöðvar Sorpu verða lokaðar á morgun, og var fólk hvatt til þess að fara í nauðsynlegar sorpuferðir fyrir lokun í dag. Í gærmorgun fór hviða sem mældist 54 metrar á sekúndu á Austurlandi og olli skemmdum. Illviðrinu hefur verið líkt við óveðrið í mars 2015. Hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum „Þetta er búið að vera í kortunum í svolítinn tíma. Sveitir, sérstaklega á Norðurlandi, hafa undirbúið sig fyrir þetta og farið sérstaklega yfir þann búnað sem gæti þurft að grípa til,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segist hafa mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. „Mönnum verður hætta á að verða værukærir af því að það hefur ekki verið stórviðrasamur vetur en það eru byggingarsvæði. Síðan náttúrulega hvetjum við aðra til þess að líta í kringum sig. Þetta brestur ekki á fyrr en upp úr hádegi á morgun. Það er tími til þess að huga að lausamunum og því sem gæti farið af stað.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira