Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2025 21:04 Sveinn Waage, sem er framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center. Hann segir að sjálfhreinsandi salernin hafi algjörlega slegið í gegn á nýja staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjálfhreinsandi salerna er það nýjasta í ferðaþjónustu á Suðurlandi en slík salerni vekja alltaf mikla athygli og lukku hjá ferðamönnum en þau eru opinn allan sólarhringinn. Á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn er risin þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá hraðhleðslu á bílinn og þar er líka verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð, svo ekki sé minnst á sjálfshreinsandi salernin, sem hafa slegið í gegn. „Það er þrifið fyrir hvern og einn kúnna. Hvert klósett er sem sagt með tveimur skálum. Hérna sjáum við aðra þeirra og þegar þú ert búin á klósettinu þá fer þetta svona heilhring bak við og háþrýstiþvottur á allt klósettið og gólfið er þrifið líka þannig að þetta er tandurhreint fyrir hvern og einn kúnna sem kemur,” segir Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center og bætir við. „Við höfum fengið mikil viðbrögð og við segjum stundum í laumi að það sem við viljum gera mjög vel, bæði matur inn og út og hérna erum við og hérna erum við vonandi að standa við það. Fólk er mjög ánægt með matinn og það eru allir ánægðir með að komast á hreint klósett”. „Ég er nú ekki búin að prófa þau enn þá en þau virðast vera mjög hátæknileg. Ég veit ekki hvort þetta sé klósett eða Geimskip,” segir Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri hlægjandi. Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri sem áttar sig ekki alveg á því hvort nýju salernin séu klósett eða Geimskip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laufey Welcome Center er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að nýi staðurinn, Laufey Welcome Center hafi fengið mjög góðar móttökur en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Veitingastaðurinn er opinn á daginn og fram á kvöld en eftir það er honum lokað með sérstöku hliði en sjálfsafgreiðsla er í versluninni alla nóttina. Nýi staðurinn er opinn allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki hægt að fá eldsneyti á bílinn á nýja staðnum eða hvað? „Þetta er fyrsta kannski bensínlausa bensínstöðin ef það má orða það þannig en við tökum þetta skref og við höfum séð það erlendis hjá Teslu og fleirum að fólk vill frekar kannski hlaða þar sem það getur gert eitthvað meira heldur en bara bíða í bílnum þótt þetta séu orðnir flottir bílar,” segir Sveinn. Ekkert er hægt að fá bensín á nýja staðnum því þar eru eingöngu hraðhleðslustöðvar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju sjálfhreinsandi salernin vekja alltaf mikla lukku á nýja staðnum enda ekki hægt að fara á hreinni salerni.Aðsend Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Ferðalög Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn er risin þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá hraðhleðslu á bílinn og þar er líka verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð, svo ekki sé minnst á sjálfshreinsandi salernin, sem hafa slegið í gegn. „Það er þrifið fyrir hvern og einn kúnna. Hvert klósett er sem sagt með tveimur skálum. Hérna sjáum við aðra þeirra og þegar þú ert búin á klósettinu þá fer þetta svona heilhring bak við og háþrýstiþvottur á allt klósettið og gólfið er þrifið líka þannig að þetta er tandurhreint fyrir hvern og einn kúnna sem kemur,” segir Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center og bætir við. „Við höfum fengið mikil viðbrögð og við segjum stundum í laumi að það sem við viljum gera mjög vel, bæði matur inn og út og hérna erum við og hérna erum við vonandi að standa við það. Fólk er mjög ánægt með matinn og það eru allir ánægðir með að komast á hreint klósett”. „Ég er nú ekki búin að prófa þau enn þá en þau virðast vera mjög hátæknileg. Ég veit ekki hvort þetta sé klósett eða Geimskip,” segir Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri hlægjandi. Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri sem áttar sig ekki alveg á því hvort nýju salernin séu klósett eða Geimskip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laufey Welcome Center er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að nýi staðurinn, Laufey Welcome Center hafi fengið mjög góðar móttökur en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Veitingastaðurinn er opinn á daginn og fram á kvöld en eftir það er honum lokað með sérstöku hliði en sjálfsafgreiðsla er í versluninni alla nóttina. Nýi staðurinn er opinn allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki hægt að fá eldsneyti á bílinn á nýja staðnum eða hvað? „Þetta er fyrsta kannski bensínlausa bensínstöðin ef það má orða það þannig en við tökum þetta skref og við höfum séð það erlendis hjá Teslu og fleirum að fólk vill frekar kannski hlaða þar sem það getur gert eitthvað meira heldur en bara bíða í bílnum þótt þetta séu orðnir flottir bílar,” segir Sveinn. Ekkert er hægt að fá bensín á nýja staðnum því þar eru eingöngu hraðhleðslustöðvar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju sjálfhreinsandi salernin vekja alltaf mikla lukku á nýja staðnum enda ekki hægt að fara á hreinni salerni.Aðsend
Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Ferðalög Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira