Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Aron Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2025 08:01 Agravanis bræðurnir leiða saman hesta sína í liði Tindastóls það sem eftir lifir tímabils Vísir/Samsett mynd Mikil spenna ríkir fyrir frumraun Dimitrios Agravanis með toppliði Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta. Ferilskrá hans ber þess merki að um gæðaleikmann sé að ræða og á Sauðárkróki hittir hann fyrir litla bróður sinn. Það ráku margir upp stór augu þegar að Tindastóll greindi frá komu Dimitrios Agravanis. Þar á ferð er leikmaður sem hefur átt afar farsælan feril hingað til og er enn á besta aldri, 30 ára gamall. Dimitrios hefur verið liðsmaður í gríska landsliðinu, spilað þar með einum besta leikmanni í heimi, Giannis Antetokounmpo leikmanni NBA liðs Milwaukee Bucks, og þá hefur hann verið á mála hjá stórliðum á borð við Olympiacos, Panathinaikos og AEK Aþenu í heimalandinu. Liðfélagi Agravanis bræðra í gríska landsliðinu er einn besti körfuboltamaður heimsVísir/Getty Dimitrios er tvöfaldur grískur meistari og var valinn í úrvalslið deildarinnar árið 2022. Hjá Tindastól hittir hann fyrir yngri bróður sinn Giannis sem hefur látið til sín taka á Sauðárkróki en bræðurnir ræddu við Ágúst Orra Arnarson eftir sigur gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum. „Ég er mjög spenntur og glaður yfir því að fá tækifæri til þess að spila aftur með litla bróður mínum. Hann sagði mér frá Tindastóls liðinu, hvað allt væri gott hér sem og markmiðum liðsins sem snýr að því að verða Íslandsmeistarar. Ég var án samnings og er ánægður með að geta komið hingað, hjálpað liðinu að ná markmiði sínu,“ segir Dimitrios sem kemur hingað í toppstandi. „Síðustu átta mánuði hef ég verið 100% heill eftir að hafa áður glímt við meiðsli og vil nú halda áfram með minn feril. Þar sem umhverfið er gott og mér sýnd virðing, þar vil ég spila. Leikurinn er sá sami alls staðar og ég vil fara og vinna leiki.“ Munum sjá inn á vellinum hvor er betri bróðirinn Og yngri bróðirinn Giannis er himinlifandi með það að fá bróður sinn hingað til lands. Þeir hafa áður spilað saman með gríska landsliðinu en einnig með liði Promitheas Patras í heimalandinu. „Það er draumi líkast að fá tækifæri til þess að spila aftur saman. Við höfum reynslu af því frá fyrri tíð. Mjög ánægjulegt.“ En hvor bróðirinn er betri leikmaður? „Þið munuð sjá það inn á vellinum,“ segir sá yngri, Giannis, fljótt. „Við erum báðir í góðu formi og verðum að sanna það inn á vellinum. Reyna að ná inn eins mörgum sigurleikjum og við getum. Margir eru á því Dimitrios að þú komir inn og verðir besti leikmaður deildarinnar. Verður það raunin? „Ég horfi ekki á þetta þannig. Ég veit að ég er í frábæru formi og ætla að reyna hjálpa liðinu. Þannig hugsa ég hvert sem ég fer og þannig er mitt hugarfar hér. Ef ég næ að gera það og við vinnum titilinn, þá verð ég glaður.“ Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu þegar að Tindastóll greindi frá komu Dimitrios Agravanis. Þar á ferð er leikmaður sem hefur átt afar farsælan feril hingað til og er enn á besta aldri, 30 ára gamall. Dimitrios hefur verið liðsmaður í gríska landsliðinu, spilað þar með einum besta leikmanni í heimi, Giannis Antetokounmpo leikmanni NBA liðs Milwaukee Bucks, og þá hefur hann verið á mála hjá stórliðum á borð við Olympiacos, Panathinaikos og AEK Aþenu í heimalandinu. Liðfélagi Agravanis bræðra í gríska landsliðinu er einn besti körfuboltamaður heimsVísir/Getty Dimitrios er tvöfaldur grískur meistari og var valinn í úrvalslið deildarinnar árið 2022. Hjá Tindastól hittir hann fyrir yngri bróður sinn Giannis sem hefur látið til sín taka á Sauðárkróki en bræðurnir ræddu við Ágúst Orra Arnarson eftir sigur gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum. „Ég er mjög spenntur og glaður yfir því að fá tækifæri til þess að spila aftur með litla bróður mínum. Hann sagði mér frá Tindastóls liðinu, hvað allt væri gott hér sem og markmiðum liðsins sem snýr að því að verða Íslandsmeistarar. Ég var án samnings og er ánægður með að geta komið hingað, hjálpað liðinu að ná markmiði sínu,“ segir Dimitrios sem kemur hingað í toppstandi. „Síðustu átta mánuði hef ég verið 100% heill eftir að hafa áður glímt við meiðsli og vil nú halda áfram með minn feril. Þar sem umhverfið er gott og mér sýnd virðing, þar vil ég spila. Leikurinn er sá sami alls staðar og ég vil fara og vinna leiki.“ Munum sjá inn á vellinum hvor er betri bróðirinn Og yngri bróðirinn Giannis er himinlifandi með það að fá bróður sinn hingað til lands. Þeir hafa áður spilað saman með gríska landsliðinu en einnig með liði Promitheas Patras í heimalandinu. „Það er draumi líkast að fá tækifæri til þess að spila aftur saman. Við höfum reynslu af því frá fyrri tíð. Mjög ánægjulegt.“ En hvor bróðirinn er betri leikmaður? „Þið munuð sjá það inn á vellinum,“ segir sá yngri, Giannis, fljótt. „Við erum báðir í góðu formi og verðum að sanna það inn á vellinum. Reyna að ná inn eins mörgum sigurleikjum og við getum. Margir eru á því Dimitrios að þú komir inn og verðir besti leikmaður deildarinnar. Verður það raunin? „Ég horfi ekki á þetta þannig. Ég veit að ég er í frábæru formi og ætla að reyna hjálpa liðinu. Þannig hugsa ég hvert sem ég fer og þannig er mitt hugarfar hér. Ef ég næ að gera það og við vinnum titilinn, þá verð ég glaður.“
Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira