Fótbolti

Ferðast fimm hundruð kíló­metra á dag fyrir kærustuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jhon Duran er byrjaður að spila með liði Al Nassr.
Jhon Duran er byrjaður að spila með liði Al Nassr. Getty/Abdullah Ahmed

Kólumbíumaðurinn Jhon Duran er mjög ofarlega í hópi athyglisverðustu félagsskiptanna í janúarglugganum en sádi-arabíska félagið Al-Nassar keypti hann á 64 milljónir punda frá Aston Villa.

Duran flytur því á Arabíuskagann frá Birmingham og hann tekur kærustuna með sér.

Það skapaði hins vegar vandamál í Sádi-Arabíu þar sem að í því landi má par ekki búa saman nema að þau séu gift.

Þetta flýtir kannski fyrir giftingu en Duran var ekki til í að hætta sambandinu.

Þess í stað ákvað hann að búa frekar með kærustunni í nágrannaríkinu Barein en þar gilda ekki sömu lög. Enskir miðlar segja frá ákvörðun kappans. Steven Gerrard og Jordan Henderson höfðu báðar saman háttinn á þegar þeir voru í Sádi-Arabíu.

Duran þarf fyrir vikið að ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna.

Hann kemst til Riyadh í áttatíu mínútna flugi. Líklegast er þó að hann fari ekki á milli á hverjum degi. 

Nú er bara að fylgjast með hvort að skötuhjúin verði ekki gift fyrir árslok og búin að finna sér íbúð í Riyadh eða hvort að hann heldur þetta út. Samningur hans er nefnilega til ársins 2030.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×