Handbolti

Frá­bær fyrri hálf­leikur dugði ekki Elínu Jónu og fé­lögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran fyrri hálfleik en náði ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran fyrri hálfleik en náði ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Getty/Christina Pahnke

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Aarhus Handbold urðu að sætta sig við tap í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Árósarliðið tapaði þá með sjö marka mun á heimavelli á móti Ikast, 25-32.

Ikast er eitt af efstu liðum deildarinnar en átti í miklum vandræðum með Aarhus fram eftir leik.

Elín Jóna varði 8 skot og yfir fjörutíu prósent skotanna í fyrri hálfleiknum og Aarhus var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12.

Í seinni hálfleiknum voru gestirnir mun sterkari og lönduðu að lokum nokkuð öruggum sigri. Ikast vann seinni hálfleikinn 20-11.

Elín Jóna varði alls tíu skot í leiknum og 32 prósent skotanna sem á hana komu. Hún settist á bekkinn um miðjan seinni en varamarkvörðurinn, Sabine Englert, náði aðeins að verja eitt af ellefu skotum sem komu á hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×