Fótbolti

Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan á­fram í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joao Felix skoraði fyrir AC Milan í kvöld og fagnar hér marki sínu með þeim Santiago Gimenez og Rafael Leao.
Joao Felix skoraði fyrir AC Milan í kvöld og fagnar hér marki sínu með þeim Santiago Gimenez og Rafael Leao. Getty/Image Photo Agency

AC Milan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum ítalska bikarsins. AC Milan vann 3-1 heimasigur á Roma þar sem gömlu Chelsea mennirnir voru á skotskónum.

Tammy Abraham skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og bæði eftir stoðsendingu frá Theo Hernández.

Artem Dovbyk minnkaði muninn fyrir Roma á 55. mínútu og setti smá spennu í leikinn.

Joao Félix kom til AC Milan á dögunum og hann kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. Ellefu mínútum var hann búinn að koma liðinu í 3-1.

AC Milan mætir annað hvort Internazionale eða Lazio í undanúrslitum en í hinum leiknum mætast annað hvort Juventus eða Empoli og Bologna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×