Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 22:40 Donald Trump áður en hann skrifaði undir tilskipunina. EPA/FRANCIS CHUNG Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir tilskipun sem bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum. Tilskipunin er ein af mörgum sem hefur áhrif á réttindi trans einstaklinga í Bandaríkjunum. Tilskipunin ber titilinn „að halda körlum frá kvennaíþróttum“ og tekur hún strax gildi. Trans konur og stelpur mega því ekki taka þátt í neinum íþróttaviðburðum sem haldnir eru fyrir konur. „Með þessari tilskipun er stríðinu gegn kvennaíþróttum á enda,“ sagði Trump samkvæmt umfjöllun The Guardian. Allar íþróttastofnanir eiga að breyta reglum sínum í samræmi við tilskipun Trumps. Samkvæmt umfjöllun BBC mun menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna sérstaklega rannsaka framhaldsskóla sem talið sé að munu ekki fylgja tilskipuninni. Þá sé tilskipuninni sérstaklega beint að trans framhaldsskólanemum, háskólanemum og fólki sem stundar íþróttir sem tómstund. Fyrsta dag sinn í embætti skrifaði Trump undir tilskipun sem sagði að formleg stefna bandarískra stjórnvalda sé að einungis séu til tvö kyn, karl og kona. Hann tilkynnti þessa tilskipun í innsetningarræðu sinni og fékk standandi lófaklapp frá viðstöddum. Þá undirritaði hann í síðustu viku tilskipun sem bannar trans einstaklingum undir nítján ára aldri að fara í kynstaðfestingarmeðferð. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem skipar alríkisyfirvöldum að fjarlægja „allar róttækar leiðbeiningar um kynjahugmyndafræði.“ Einhver bandarísk sjúkrahús hafa nú þegar neitað að sjá um kynstaðfestingarmeðferð ungmenna. Í fangelsum landsins eru dæmi um að trans konur séu einangraðar og þeim sagt að þær verði fluttar í fangelsi fyrir karla þar sem þær fá ekki lengur lyf fyrir kynstaðfestingarmeðferð sína. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Tengdar fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Tilskipunin ber titilinn „að halda körlum frá kvennaíþróttum“ og tekur hún strax gildi. Trans konur og stelpur mega því ekki taka þátt í neinum íþróttaviðburðum sem haldnir eru fyrir konur. „Með þessari tilskipun er stríðinu gegn kvennaíþróttum á enda,“ sagði Trump samkvæmt umfjöllun The Guardian. Allar íþróttastofnanir eiga að breyta reglum sínum í samræmi við tilskipun Trumps. Samkvæmt umfjöllun BBC mun menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna sérstaklega rannsaka framhaldsskóla sem talið sé að munu ekki fylgja tilskipuninni. Þá sé tilskipuninni sérstaklega beint að trans framhaldsskólanemum, háskólanemum og fólki sem stundar íþróttir sem tómstund. Fyrsta dag sinn í embætti skrifaði Trump undir tilskipun sem sagði að formleg stefna bandarískra stjórnvalda sé að einungis séu til tvö kyn, karl og kona. Hann tilkynnti þessa tilskipun í innsetningarræðu sinni og fékk standandi lófaklapp frá viðstöddum. Þá undirritaði hann í síðustu viku tilskipun sem bannar trans einstaklingum undir nítján ára aldri að fara í kynstaðfestingarmeðferð. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem skipar alríkisyfirvöldum að fjarlægja „allar róttækar leiðbeiningar um kynjahugmyndafræði.“ Einhver bandarísk sjúkrahús hafa nú þegar neitað að sjá um kynstaðfestingarmeðferð ungmenna. Í fangelsum landsins eru dæmi um að trans konur séu einangraðar og þeim sagt að þær verði fluttar í fangelsi fyrir karla þar sem þær fá ekki lengur lyf fyrir kynstaðfestingarmeðferð sína.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Tengdar fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23