Erlent

Þúsundir yfir­gefa Santorini vegna skjálfta

Atli Ísleifsson skrifar
Frá flugvellinum á Santorinni í gær.
Frá flugvellinum á Santorinni í gær. AP

Um ellefu þúsundir íbúa á grísku eyjunni Santorini hafa yfirgefið eyjuna eftir mikla skjálftavirkni síðustu daga. Skjálfti 5,2 að stærð mældist milli eyjarinnar og Amorgos í gærkvöldi eftir mikinn fjölda smáskjálfta síðustu vikur.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að stóri skjálftinn hafi orðið um klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma og verið á um fimm kílómetra dýpi. Um sjö þúsund íbúar hafi í kjölfarið yfirgefið eyjuna sjóleiðis og um fjögur þúsund með flugvélum.

Ekki hafa borist tilkynningar um mikla eyðileggingu af völdum skjálftans en yfirvöld á eyjunni hafa hvatt íbúa til að fara að öllu með gát.

Milljónir ferðamanna heimsækja Santorini á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×