Ísland mun spila í C-riðli ásamt Frakklandi, Sviss, Færeyjum, Lúxemborg og Eistlandi. Riðillinn verður spilaður frá mars næstkomandi og fram í október 2026.
Leikið er í níu undanriðlunum og komast sigurvegararnir níu, auk liðsins með bestan árangur í 2. sæti, beint áfram í lokakeppnina. Hin átta liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil um síðustu fjögur sætinu sem í boði eru. Lokakeppnin fer fram í Albaníu og Serbíu sem þar með eiga sæti þar sem gestgjafar.
Lokakeppnin fer fram sumarið 2027 og ræður því jafnframt hvaða lið frá Evrópu komast á Ólympíuleikana í Los Angeles 2028, en þangað komast fjögur bestu liðin.