Frá þessu greindi Kirian á blaðamannafundi á morgun en fyrirliðinn missti af meirihluta tímabilsins 2022-23 sökum baráttu sinnar við eitilfrumukrabbamein sem hefur nú tekið sig upp að nýju.
„Það var í gær sem mér var tjáð að krabbameinið hefði tekið sig upp að nýju,“ sagði hinn 28 ára gamli Kirian á blaðamannafundinum í morgun. „Ég mun þurfa að hætta spila og gangast undir lyfjameðferð að nýju til þess að berjast við þennan sjúkdóm.“
Conocemos el camino. ¡Juntos en la lucha, capitán!
— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) February 6, 2025
💛💙 #FuerzaKIRIAN 💛💙 pic.twitter.com/al7qjkABw4
Kirian hefur varið öllum sínum atvinnumannaferli hjá Las Palmas sem er sem stendur í 15.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.
„Ég vonast til þess að koma aftur til móts við liðið á næsta tímabili og er fullviss um að félagið, leikmennirnir og þjálfarateymið sjái til þess að það verði í spænsku úrvalsdeildinni.“