Sport

Bestu við­tölin í NFL-deildinni: „Tek al­vöru kraftæfingu í sturtunni“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dan Campbell, þjálfari Lions, er einn skemmtilegasti karakterinn í NFL-deildinni.
Dan Campbell, þjálfari Lions, er einn skemmtilegasti karakterinn í NFL-deildinni. vísir/getty

Leikmenn og þjálfarar í NFL-deildinni eru miklir karakter og viðtölin sem þeir gefa eru oft á tíðum kostuleg.

Skemmtilegastur allra í vetur var Jameis Winston, leikstjórnandi Cleveland Browns. Sá fór algerlega hamförum í predikunum sínum í allan vetur. Hann er reyndar atvinnulaus sem stendur því ræðurnar voru betri en spilamennskan.

Á lokahófi Lokasóknarinnar var farið yfir mörg bestu og skemmtilegustu viðtölin og var svo sannarlega af nægu að taka.

Viðtalssyrpu ársins má sjá hér að neðan.

Klippa: Lokasóknin: Bestu viðtöl ársins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×