Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 14:06 John Ratcliffe er nýr yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. AP/Alex Brandon Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. Tölvupósturinn er ekki ríkisleyndarmál og hefur honum meðal annars verið lýst sem hörmungum fyrir starfsemi leyniþjónustunnar, ef ske kynni að hann rataði í hendur erlendra njósnara. Listinn inniheldur fornöfn fólksins og fyrsta staf eftirnafns þeirra en samkvæmt frétt New York Times er á honum fólk sem ráðið hefur verið til ýmissa starfa hjá CIA. Þar á meðal er fólk sem á að starfa leynilega í öðrum ríkjum. Margir voru sérstaklega ráðnir með Kína í huga og eru kínverskir tölvuþrjótar sagðir í stöðugri leit að upplýsingum um þetta fólk. Heimildarmenn NYT segjast hafa áhyggjur af því að listinn fari í dreifingu og þá sérstaklega til ungra starfsmanna DOGE, stofnunar Elons Musk sem standa á í umfangsmiklum niðurskurði vestanhafs. Fari listinn í dreifingu gæti hann hæglega endað í höndum njósnara annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu NYT að þá væri tiltölulega auðvelt að bera listann saman við opinber gögn, samfélagsmiðla og annað og bera þannig kennsl á marga á honum. Heimildarmaður CNN segir marga á listanum vera með óhefðbundin nöfn sem geri auðvelt að bera kennsl á þá. Aðrir sögðu líklegt að tölvupósturinn hefði í raun bundið enda á feril margra ungra starfsmanna CIA á honum. Í yfirlýsingum til fjölmiðla segja talsmenn CIA að listinn hafi verið sendur vegna forsetatilskipunar Trumps og lagalega séð hefði annað ekki verið hægt. Fjörutíu þúsund samþykkja starfslok Wall Street Journal sagði frá því á þriðjudaginn að forsvarsmenn CIA hefðu boðið öllum starfsmönnum starfslokasamning. Þeir gætu hætt og fengið um átta mánaða laun en opinberir starfsmenn víðsvegar um Bandaríkin hafa fengið sambærilegt tilboð frá því Trump tók við embætti. Samkvæmt frétt Wasington Post hafa þessir starfsmenn frest til kvöldsins til að samþykkja tilboðið. Tilboð þetta nær til um 2,3 milljóna opinberra starfsmanna en fleiri en fjörutíu þúsund manns munu þegar hafa tekið tilboðinu í gærkvöldi. Taki ekki nægilega margir þessu tilboði stendur til að fara í umfangsmiklar uppsagnir, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WP hafa undir höndum. Verkalýðsfélög um átta hundruð þúsund opinberra starfsmanna hafa höfðað mál vegna tilboðsins og verður það tekið fyrir í dómsal seinna í dag. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Tölvupósturinn er ekki ríkisleyndarmál og hefur honum meðal annars verið lýst sem hörmungum fyrir starfsemi leyniþjónustunnar, ef ske kynni að hann rataði í hendur erlendra njósnara. Listinn inniheldur fornöfn fólksins og fyrsta staf eftirnafns þeirra en samkvæmt frétt New York Times er á honum fólk sem ráðið hefur verið til ýmissa starfa hjá CIA. Þar á meðal er fólk sem á að starfa leynilega í öðrum ríkjum. Margir voru sérstaklega ráðnir með Kína í huga og eru kínverskir tölvuþrjótar sagðir í stöðugri leit að upplýsingum um þetta fólk. Heimildarmenn NYT segjast hafa áhyggjur af því að listinn fari í dreifingu og þá sérstaklega til ungra starfsmanna DOGE, stofnunar Elons Musk sem standa á í umfangsmiklum niðurskurði vestanhafs. Fari listinn í dreifingu gæti hann hæglega endað í höndum njósnara annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu NYT að þá væri tiltölulega auðvelt að bera listann saman við opinber gögn, samfélagsmiðla og annað og bera þannig kennsl á marga á honum. Heimildarmaður CNN segir marga á listanum vera með óhefðbundin nöfn sem geri auðvelt að bera kennsl á þá. Aðrir sögðu líklegt að tölvupósturinn hefði í raun bundið enda á feril margra ungra starfsmanna CIA á honum. Í yfirlýsingum til fjölmiðla segja talsmenn CIA að listinn hafi verið sendur vegna forsetatilskipunar Trumps og lagalega séð hefði annað ekki verið hægt. Fjörutíu þúsund samþykkja starfslok Wall Street Journal sagði frá því á þriðjudaginn að forsvarsmenn CIA hefðu boðið öllum starfsmönnum starfslokasamning. Þeir gætu hætt og fengið um átta mánaða laun en opinberir starfsmenn víðsvegar um Bandaríkin hafa fengið sambærilegt tilboð frá því Trump tók við embætti. Samkvæmt frétt Wasington Post hafa þessir starfsmenn frest til kvöldsins til að samþykkja tilboðið. Tilboð þetta nær til um 2,3 milljóna opinberra starfsmanna en fleiri en fjörutíu þúsund manns munu þegar hafa tekið tilboðinu í gærkvöldi. Taki ekki nægilega margir þessu tilboði stendur til að fara í umfangsmiklar uppsagnir, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WP hafa undir höndum. Verkalýðsfélög um átta hundruð þúsund opinberra starfsmanna hafa höfðað mál vegna tilboðsins og verður það tekið fyrir í dómsal seinna í dag.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira