Enski boltinn

Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Elanga vill heyra stuðningsmenn Nottingham Forest syngja söng um sig.
Anthony Elanga vill heyra stuðningsmenn Nottingham Forest syngja söng um sig. Getty/MI News

Anthony Elanga er ein af ástæðunum fyrir því að Nottingham Forest hefur komið flestum á óvart með frábærri frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann er líka vinsæll í Nottingham-skíri og veit af því.

Þessi 22 ára gamli Svíi var áður leikmaður Manchester United en fann sig ekki á Old Trafford. Hann hefur aftur á móti blómstrað á City Ground.

Í síðasta leik var Elanga með þrjár stoðsendingar þegar Nottingham Forest vann 7-0 stórsigur á Brighton & Hove Albion. Hann hefur þar með gefið sex stoðsendingar í síðustu sex deildarleikjum og þar á undan skoraði hann í þremur leikjum í röð.

Forest liðið hefur unnið sex af þessum sjö leikjum þar sem hann hefur átt þátt í marki frá því í desember og sá eini sem vannst ekki endaði með jafntefli á móti toppliði Liverpool.

Elanga fagnaði því sérstaklega þegar heyrði af því að einhver stuðningsmaður liðsins væri búinn að semja söng um hann og nota undir ABBA lag. Sænska þjóðarstoltið var fljótt að koma fram hjá kappanum.

Í myndbandi á samfélagsmiðlum Nottingham Forest sendi Elanga frá sér áskorun til stuðningsmanna félagsins.

Og lagið með ABBA er „Money, Money, Money“ frá 1976 og söngurinn hljómar þannig:

„Give me, Give me, Give me a winger from Sweden. He runs along the Trent. He makes the Forest Fans sing“

Elanga er ánægður með þetta lag um sig og vill heyra það á næsta leik.

„Það verður einhver að koma þessu á flug,“ sagði Anthony Elanga eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×