Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 06:30 Liverpool er að reyna að semja við Trent Alexander-Arnold og tvo aðra lykilmenn þessa dagana en forráðamenn félagsins hafa greinilega lítið verið að pæla í því að kaupa leikmenn í síðustu tveimur gluggum. Getty/Simon Stacpoole Janúarglugginn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta lokaðist í byrjun vikunnar og eitt af þeim liðum sem eyddu engu í honum var Liverpool. Þegar tveir síðustu gluggar eru teknir saman þá kemur athyglisverð staðreynd í ljós. Liverpool er vissulega með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið er aftur á móti á botninum á listanum yfir þau félög í ensku úrvalsdeildinni sem hafa eytt mestu í leikmenn í síðustu tveimur félagsskiptagluggum. Brighton hefur eytt mestu eða 231,4 milljónum punda en bæði Manchester United (202,1 milljónir punda) og Manchester City (200,8 milljónir) eru líka yfir tvö hundruð milljónum í fjárfestingar í nýjum leikmönnum. Reyndar munar mjög litlu að Chelsea sé þar líka en félagið hefur eytt 196,7 milljónum punda í nýja leikmenn á þessum tíma. Tvö hundruð milljónir punda eru meira en 35 milljarðar í íslenskum krónum. Aston Villa (5. sæti), Tottenham (6. sæti) og Bournemouth (9. sæti) eru öll inn á topp tíu listanum í eyðslu ásamt Ipswich (7. sæti), West Ham (8. sæti) og Southampton (10. sæti). Arsenal er síðan í ellefta sæti með eyðslu upp á 90,1 milljónir punda. Þegar kemur að neðstu sætunum þá er Newcastle í þriðja neðsta sæti með 56,2 milljón punda eyðslu. Bítlaborgin á aftur á móti liðin tvö sem hafa verið sparsömust á þessum tíma. Everton hefur bara eytt 41,3 milljónum punda í nýja leikmenn en það er ekki nógu lítil eyðsla til að hrifsa neðsta sætið. Everton var vissulega í vandræðum vegna rekstrarreglna deildarinnar en það voru engin slík vandræði á nágrönnum þeirra. Það breytir ekki því að eitt í neðsta sæti listans er Liverpool með eyðslu upp á aðeins 34,7 milljónir punda. Hér fyrir neðan má síðan sjá allan topplistann. View this post on Instagram A post shared by 90min (@90min_football) Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Liverpool er vissulega með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið er aftur á móti á botninum á listanum yfir þau félög í ensku úrvalsdeildinni sem hafa eytt mestu í leikmenn í síðustu tveimur félagsskiptagluggum. Brighton hefur eytt mestu eða 231,4 milljónum punda en bæði Manchester United (202,1 milljónir punda) og Manchester City (200,8 milljónir) eru líka yfir tvö hundruð milljónum í fjárfestingar í nýjum leikmönnum. Reyndar munar mjög litlu að Chelsea sé þar líka en félagið hefur eytt 196,7 milljónum punda í nýja leikmenn á þessum tíma. Tvö hundruð milljónir punda eru meira en 35 milljarðar í íslenskum krónum. Aston Villa (5. sæti), Tottenham (6. sæti) og Bournemouth (9. sæti) eru öll inn á topp tíu listanum í eyðslu ásamt Ipswich (7. sæti), West Ham (8. sæti) og Southampton (10. sæti). Arsenal er síðan í ellefta sæti með eyðslu upp á 90,1 milljónir punda. Þegar kemur að neðstu sætunum þá er Newcastle í þriðja neðsta sæti með 56,2 milljón punda eyðslu. Bítlaborgin á aftur á móti liðin tvö sem hafa verið sparsömust á þessum tíma. Everton hefur bara eytt 41,3 milljónum punda í nýja leikmenn en það er ekki nógu lítil eyðsla til að hrifsa neðsta sætið. Everton var vissulega í vandræðum vegna rekstrarreglna deildarinnar en það voru engin slík vandræði á nágrönnum þeirra. Það breytir ekki því að eitt í neðsta sæti listans er Liverpool með eyðslu upp á aðeins 34,7 milljónir punda. Hér fyrir neðan má síðan sjá allan topplistann. View this post on Instagram A post shared by 90min (@90min_football)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira