„Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 19:09 „Mér sýnist, þegar við skoðum aðdragandann og lýsum yfir hættustigi í kjölfar rauðra viðvarana, að almannavarnakerfið fór hratt upp á tærnar og brást vel við,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Einar Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna óveðursins sem reið yfir landið í dag. Sviðsstjóri Almannavarna segir verkefnin undanfarin sólarhring hafa verið fjölbreytt og viðbragðsaðilar standi enn í verkefnum á Austfjörðum. Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna ræddi aðgerðir síðasta sólarhrings í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Óveðrið gekk niður víðast hvar síðdegis en Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna þess. Til hafi staðið að aflétta því klukkan sex í dag en ákveðið hafi verið að framlengja það. „Það eru ennþá verkefni í gangi á Austfjörðum. Meðal annars hefur flætt yfir hringveginn og það hafa rofnað aðrir vegir. Við erum ekki alveg komin fyrir vind, bókstaflega,“ segir Runólfur. Verkefnin hafi verið fjölbreytt og víða um land, sem sé óvenjulegt. Flestir hafi þó fylgt fyrirmælum og haldið sig innandyra. „Mikið um foktjón, samgöngutruflanir, rafmagnstruflanir, rafmagnsleysi, bæði á Vesturlandi og Suðurlandi. Þannig að þetta er mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið undanfarna 36 klukkutíma.“ Runólfur gefur lítið fyrir umræður og gagnrýni á viðvaranir og viðbrögð Almannavarna vegna veðursins. Veðurstofan notist við eins góð gögn og hugsast getur. „Þessi rauða viðvörun er bara notuð í neyð. En þar kemur skýrt fram að það séu miklar líkur á foktjóni. Við viljum náttúrlega ekki að fólk sé mikið á ferðinni þegar það eru þakplötur og aðrir lausamunir fljúgandi. Þannig að skilaboðin voru nokkuð skýr, að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.“ Almannavarnir Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna ræddi aðgerðir síðasta sólarhrings í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Óveðrið gekk niður víðast hvar síðdegis en Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna þess. Til hafi staðið að aflétta því klukkan sex í dag en ákveðið hafi verið að framlengja það. „Það eru ennþá verkefni í gangi á Austfjörðum. Meðal annars hefur flætt yfir hringveginn og það hafa rofnað aðrir vegir. Við erum ekki alveg komin fyrir vind, bókstaflega,“ segir Runólfur. Verkefnin hafi verið fjölbreytt og víða um land, sem sé óvenjulegt. Flestir hafi þó fylgt fyrirmælum og haldið sig innandyra. „Mikið um foktjón, samgöngutruflanir, rafmagnstruflanir, rafmagnsleysi, bæði á Vesturlandi og Suðurlandi. Þannig að þetta er mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið undanfarna 36 klukkutíma.“ Runólfur gefur lítið fyrir umræður og gagnrýni á viðvaranir og viðbrögð Almannavarna vegna veðursins. Veðurstofan notist við eins góð gögn og hugsast getur. „Þessi rauða viðvörun er bara notuð í neyð. En þar kemur skýrt fram að það séu miklar líkur á foktjóni. Við viljum náttúrlega ekki að fólk sé mikið á ferðinni þegar það eru þakplötur og aðrir lausamunir fljúgandi. Þannig að skilaboðin voru nokkuð skýr, að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.“
Almannavarnir Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira