Kjartan: Við erum að vaða á liðin Árni Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2025 21:22 Kjartan Atli Kjartansson gat leyft sér að fagna í kvöld. Vísir / Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í Bónus deild karla, var kátur með sína menn í kvöld þegar Haukar voru lagði 107-90. Hann var sáttur með andann og það hve meðvitaðir þeir voru um hvað var hægt að laga. Leikurinn var í járnum þegar fjórði leikhluti hófst en frábær fjórði leikhluti skóp sigurinn en hvað var það sem gerðist til að landa stigunum? „Á þessum tímapunkti snýst þetta mikið um gildi, anda, baráttu og vilja. Við vorum ósáttir með vörnina í fyrri hálfleik og það var ótrúlega áhugavert að tala við strákana í hálfleik því þeir vissu nákvæmlega hvað það var sem þurfti að laga. Þeir gerðu svo virkilega vel á gólfinu. Haukar eru erfiðir og við náðum ekki að klukka þá í fyrri hálfleiknum og hornin voru opin. Það lagaðist í seinni hálfleik og svo settum við skotin. Hörður og Dúi t.d. með stóra þrista og það kom góður andi í þetta.“ Sigurinn í kvöld gerir það að verkum að það eru átta stig frá botni deildarinnar og einskinsmannslandið fjarlægist líka fyrir Álftnesinga. Hvað sér Kjartan fyrir sér í framhaldinu? „Framhaldið er eins og alltaf. Bara einn leikur í einu, Grindavík á miðvikudaginn og það er eins langt og við getum horft. Við getum ekkert verið að spá í þessu hingað og þangað. Þetta er bara það eina sem við ráðum við, það er undirbúningurinn, svo koma bara einhverjar nýjar breytur í þetta. Allt sem gerist á eftir vitum við ekki. Allt sem getur gerst í framtíðinni vitum við ekki. Við bara höldum vídeó fundi, jöfnum okkur eftir þennan leik og förum síðan að undirbúa okkur undir Grindavík.“ Álftanes hefur verið gagnrýnt fyrir sóknarleik sinn, hann sagður stífur en í síðustu þremur leikjum hefur liðið verið að skora í kringum hundrað stig. Hvað er það sem hefur breyst? „Andinn svolítið er að breytast. Við erum að vaða á liðin sem er mjög gaman að sjá. Við erum fljótir að finna góð opin skot í sókninni. Mér finnst við geta spilað bæði hratt og hægt. Við getum leikið okkur með tempóið. Við erum að ljúka sóknunum fyrr og allir sjá það. Við gerðum líka breytingar um mitt tímabil og við erum bara tíma að líma okkur saman. Við gerðum líka breytingar fyrir tímabil þegar David Okeke kom til okkar þannig að það eru allskonar svona hlutir sem skipta máli og nú erum við að koma saman, búnir að spila þrjá flotta leiki í röð en það er bara Grindavík á miðvikudaginn.“ Lukas Palyz, ný leikmaður Álftaness, gerði 14 stig og spilaði mjög vel mínúturnar sem hann fékk. Var þetta allt sem Kjartan vildi sjá frá honum? „Hann átti mjög flottan leik í kvöld. Við fengum mann inn sem getur sogað til sín varnirnar og er fljótur að skjóta. Hann passar líka vel inn í liðið. Hann hefur náð góðum árangri á sínum ferli og þekkir að fara í mikilvæga leiki. Enn einn reynsluboltinn í okkar lið.“ UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Leikurinn var í járnum þegar fjórði leikhluti hófst en frábær fjórði leikhluti skóp sigurinn en hvað var það sem gerðist til að landa stigunum? „Á þessum tímapunkti snýst þetta mikið um gildi, anda, baráttu og vilja. Við vorum ósáttir með vörnina í fyrri hálfleik og það var ótrúlega áhugavert að tala við strákana í hálfleik því þeir vissu nákvæmlega hvað það var sem þurfti að laga. Þeir gerðu svo virkilega vel á gólfinu. Haukar eru erfiðir og við náðum ekki að klukka þá í fyrri hálfleiknum og hornin voru opin. Það lagaðist í seinni hálfleik og svo settum við skotin. Hörður og Dúi t.d. með stóra þrista og það kom góður andi í þetta.“ Sigurinn í kvöld gerir það að verkum að það eru átta stig frá botni deildarinnar og einskinsmannslandið fjarlægist líka fyrir Álftnesinga. Hvað sér Kjartan fyrir sér í framhaldinu? „Framhaldið er eins og alltaf. Bara einn leikur í einu, Grindavík á miðvikudaginn og það er eins langt og við getum horft. Við getum ekkert verið að spá í þessu hingað og þangað. Þetta er bara það eina sem við ráðum við, það er undirbúningurinn, svo koma bara einhverjar nýjar breytur í þetta. Allt sem gerist á eftir vitum við ekki. Allt sem getur gerst í framtíðinni vitum við ekki. Við bara höldum vídeó fundi, jöfnum okkur eftir þennan leik og förum síðan að undirbúa okkur undir Grindavík.“ Álftanes hefur verið gagnrýnt fyrir sóknarleik sinn, hann sagður stífur en í síðustu þremur leikjum hefur liðið verið að skora í kringum hundrað stig. Hvað er það sem hefur breyst? „Andinn svolítið er að breytast. Við erum að vaða á liðin sem er mjög gaman að sjá. Við erum fljótir að finna góð opin skot í sókninni. Mér finnst við geta spilað bæði hratt og hægt. Við getum leikið okkur með tempóið. Við erum að ljúka sóknunum fyrr og allir sjá það. Við gerðum líka breytingar um mitt tímabil og við erum bara tíma að líma okkur saman. Við gerðum líka breytingar fyrir tímabil þegar David Okeke kom til okkar þannig að það eru allskonar svona hlutir sem skipta máli og nú erum við að koma saman, búnir að spila þrjá flotta leiki í röð en það er bara Grindavík á miðvikudaginn.“ Lukas Palyz, ný leikmaður Álftaness, gerði 14 stig og spilaði mjög vel mínúturnar sem hann fékk. Var þetta allt sem Kjartan vildi sjá frá honum? „Hann átti mjög flottan leik í kvöld. Við fengum mann inn sem getur sogað til sín varnirnar og er fljótur að skjóta. Hann passar líka vel inn í liðið. Hann hefur náð góðum árangri á sínum ferli og þekkir að fara í mikilvæga leiki. Enn einn reynsluboltinn í okkar lið.“
UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira