Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2025 22:20 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í viðtali á Loftleiðahótelinu síðdegis. Bjarni Einarsson Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. Landsmenn horfa fram á verulega skert rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar næstu mánuði eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði í gærkvöldi lokun austur/vestur-brautar vallarins frá og með laugardegi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fundi Flugmálafélags Íslands á Loftleiðahótelinu síðdegis þar sem málefni flugvallarins voru rædd. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í ræðustól.kmu Það lýsti stemmningunni á fundinum að Eyjólfur Ármannsson hlaut dynjandi lófaklapp þegar hann í ávarpi sínu sagði nýja ríkisstjórn einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í erindum framsögumanna var borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík gagnrýndur vegna framgöngu sinnar í málefnum flugvallarins. Gagnrýni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlands, var sérstaklega hörð gagnvart þeim áformum borgarinnar að taka svæði flugvallarins í Skerjafirði undir íbúðabyggð rétt við brautamót vallarins og kallaði hún þau galin. Séð yfir austur/vestur braut flugvallarins. Henni verður lokað vegna þess að tré í aðflugslínu eru vaxin upp í hindranaflöt brautarinnar. Fjær sést flugvallarsvæðið í Skerjafirði sem borgin hyggst taka undir íbúðabyggð.Bjarni Einarsson Hæst bar þó á fundinum nýjustu tíðindin frá því í dag; tilskipun Samgöngustofu um að loka skuli annarri flugbraut vallarins á laugardag. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson. „Þetta er á grundvelli nýs öryggismats sem fór fram og þá þarf að loka brautinni.“ Frá pallborðsumræðum á fundi Flugmálafélagsins.KMU -En hvernig á að bregðast við? „Ja, það er sáraeinfalt mál. Reykjavíkurborg þarf að skera niður þessi tré, fella trén, svo þau fari ekki upp í öryggisfletina, hindrunarfletina í kringum Reykjavíkurflugvöll.“ -Hefurðu áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins og sjúkrafluginu til dæmis? „Já, ég hef miklar áhyggjur af þessu. Og ég bara skil ekki Reykjavíkurborg, hvað þau eru að hugsa með því að haga sér svona. Að fara ekki að réttum skipulagslögum og saga niður trén,“ svarar ráðherrann. Hverju Einar Þorsteinsson borgarstjóri svarar má heyra hér í frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Landsmenn horfa fram á verulega skert rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar næstu mánuði eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði í gærkvöldi lokun austur/vestur-brautar vallarins frá og með laugardegi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fundi Flugmálafélags Íslands á Loftleiðahótelinu síðdegis þar sem málefni flugvallarins voru rædd. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í ræðustól.kmu Það lýsti stemmningunni á fundinum að Eyjólfur Ármannsson hlaut dynjandi lófaklapp þegar hann í ávarpi sínu sagði nýja ríkisstjórn einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í erindum framsögumanna var borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík gagnrýndur vegna framgöngu sinnar í málefnum flugvallarins. Gagnrýni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlands, var sérstaklega hörð gagnvart þeim áformum borgarinnar að taka svæði flugvallarins í Skerjafirði undir íbúðabyggð rétt við brautamót vallarins og kallaði hún þau galin. Séð yfir austur/vestur braut flugvallarins. Henni verður lokað vegna þess að tré í aðflugslínu eru vaxin upp í hindranaflöt brautarinnar. Fjær sést flugvallarsvæðið í Skerjafirði sem borgin hyggst taka undir íbúðabyggð.Bjarni Einarsson Hæst bar þó á fundinum nýjustu tíðindin frá því í dag; tilskipun Samgöngustofu um að loka skuli annarri flugbraut vallarins á laugardag. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson. „Þetta er á grundvelli nýs öryggismats sem fór fram og þá þarf að loka brautinni.“ Frá pallborðsumræðum á fundi Flugmálafélagsins.KMU -En hvernig á að bregðast við? „Ja, það er sáraeinfalt mál. Reykjavíkurborg þarf að skera niður þessi tré, fella trén, svo þau fari ekki upp í öryggisfletina, hindrunarfletina í kringum Reykjavíkurflugvöll.“ -Hefurðu áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins og sjúkrafluginu til dæmis? „Já, ég hef miklar áhyggjur af þessu. Og ég bara skil ekki Reykjavíkurborg, hvað þau eru að hugsa með því að haga sér svona. Að fara ekki að réttum skipulagslögum og saga niður trén,“ svarar ráðherrann. Hverju Einar Þorsteinsson borgarstjóri svarar má heyra hér í frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21